0

Erfiðir sex mánuðir að baki fyrir Mike Goldberg

Mike Goldberg setur hljóðnemann aftur í hönd í kvöld þegar Bellator fer fram í kvöld. Goldberg var sagt upp af UFC um áramótin en byrjar í nýju starfi í kvöld eftir erfiða sex mánuði.

Mike Goldberg var aðalrödd UFC ásamt Joe Rogan um 19 ára tímabil. Hann og Joe Rogan mynduðu vinsælt og eftirminnilegt lýsendateymi en nýir eigendur UFC ákváðu hins vegar að segja Goldberg upp í desember á síðasta ári.

Hann var sár og svekktur þegar honum var sagt upp en síðasta kvöldið hans hjá UFC var UFC 207 þann 30. desember. „Undanfarnir sex mánuðir hafa verið erfiðir. Það var vinnulega séð erfitt en ekki endilega persónulega séð,“ sagði Goldberg við The MMA Hour í vikunni.

Það tók langan tíma að klára málin með Bellator og er hann feginn að vera kominn aftur á vinnumarkaðinn. Goldberg mun lýsa upphitunarbardögunum á Bellator í kvöld á Spike TV (Bellator 180) í Madison Square Garden. Mauro Ranallo mun svo taka hans stað og lýsa Pay Per View hluta kvöldsins (Bellator: NYC).

„Þetta var erfitt en ég er ánægður að þessir sex mánuðir eru á bak og burt. Þetta var bara smá blettur á löngum ferli. En þetta var erfitt, mjög erfitt, fyrst og fremst þar sem ég elska að gera það sem ég geri og var ákáfur í að halda áfram.“

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply