Bellator 222 fór fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mættur þeir Rory MacDonald og Neiman Gracie.
Bardaginn var seinni undanúrslitaviðureignin í veltivigtarmóti Bellator. Meistarinn Rory MacDonald átti góða frammistöðu gegn hörðum Neiman Gracie. MacDonald var nokkrum sinnum í vandræðum gegn Neiman en varðist vel. Neiman var kominn í „mount“ í 5. lotu þegar fjórar mínútur voru eftir og reyndi að klára en MacDonald kom sér úr vandræðum. Rory MacDonald sigraði eftir dómaraákvörðun en Neiman Gracie sýndi að hann ætti heima meðal þeirra bestu.
Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sigraði Lyoto Machida Chael Sonnen. Eins og búast mátti við reyndi Sonnen margar fellur en Machida varðist þeim vel. Machida notaði hnéspörk sem gagnárás gegn fellunum og það heppnaðist vel. Í 2. lotu fékk Sonnen gott hné og Machida fylgdi því eftir með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann.
Eftir bardagann sagðist Chael Sonnen vera hættur í MMA. Sonnen skildi hanskana eftir í búrinu og lýkur hinn 42 ára Sonnen ferlinum með 31 sigur, 17 töp og eitt jafntefli.
Chael Sonnen announces his retirement following his loss to Lyoto Machida at #Bellator222 pic.twitter.com/dK5O4XOSiW
— Louise Green (@LouiseGreenMMA) June 15, 2019
Hinn kjaftfori Dillon Danis er nú 2-0 í MMA eftir sinn annan sigur í Bellator. Danis kláraði Max Humphrey með armlás í 1. lotu.
Kyoji Horiguchi sigraði Darrion Caldwell aftur eftir fimm lotu bardaga. Horiguchi hefur nú tvívegis unnið Caldwell og hefur unnið 13 bardaga í röð en hann tapaði síðast fyrir Demetrious Johnson.
Það á ekki að ganga hjá Aaron Pico. Pico mætti Adam Borics í gær og byrjaði Pico mjög vel. Pico átti fyrstu lotuna og stjórnaði Borics með fellum. Það sama var uppi á teningnum í 2. lotu en þegar Pico reyndi enn eina felluna stökk Borics upp með fljúgandi hné sem hitti. Borics fylgdi því eftir með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Pico er nú 4-3 og hefur verið kláraður í öllum töpunum.
NASTY. ?
— Sporting News (@sportingnews) June 15, 2019
Aaron Pico is knocked out by Adam Borics. #Bellator222 | #WatchOnDAZNpic.twitter.com/6cBuA607E0