spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBen Rothwell mætir Junior dos Santos í Króatíu

Ben Rothwell mætir Junior dos Santos í Króatíu

ben rothwellBen Rothwell mun mæta Junior dos Santos í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í Króatíu. Þetta verður fyrsta heimsókn UFC til Króatíu en bardagakvöldið fer fram sunnudaginn 10. apríl.

Síðast sáum við Ben Rothwell klára Josh Barnett með „gógó“ hengingu en þar með varð hann sá fyrsti til að klára Barnett með uppgjafartaki. Þetta var fjórði sigur Rothwell í röð í UFC og er hann staðráðinn í að ná þungavigtarbeltinu.

Junior dos Santos tapaði síðast gegn Alistair Overeem í desember og var rotaður í 2. lotu. Dos Santos hefur ekki unnið tvo bardaga í röð síðan árið 2012 og getur með sigri í Króatíu komist aftur í titilbaráttuna.

Þetta er fjórði þungavigtarbardaginn á bardagakvöldinu en hér að neðan má sjá þá bardaga sem hafa verið staðfestir í Króatíu.

Ben Rothwell gegn Junior dos Santos
Gabriel Gonzaga gegn Ruslan Magomedov
Bojan Mihajlovic gegn Francis Ngannou
Marcin Tybura gegn Timothy Johnson
Jan Blochowicz gegn Igor Pokrajac
Bartosz Fabinski gegn Nicolas Dalby
Damir Hadzovic gegn Mairbek Taisumov
Bojan Velickovic gegn Alessio Di Chirico

Miðasala hefst á föstudaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular