Sunday, April 21, 2024
HomeErlentFabricio Werdum svarar Conor á undarlegan máta

Fabricio Werdum svarar Conor á undarlegan máta

Conor McGregor gagnrýndi þungavigtarmeistarann Fabricio Werdum fyrir skömmu. Werdum birti ansi skrítið svar til McGregor á Instagram síðunni sinni í morgun.

Conor McGregor var valinn bardagamaður ársins af Fighters Only tímaritinu á föstudaginn. Í ræðu sinni gagnrýndi hann þungavigtarmeistarinn Werdum og kallaði hann ræfil fyrir að hafa ekki barist á UFC 196 sem átti að fara fram um nýliðna helgi.

Í ræðunni sagði McGregor m.a: „Þungavigtarmeistarinn er ræfill sem getur ekki barist að því hann er með smá eymsli á tá. Hvernig getur þungavigtarmeistarinn hætt við að berjast að því hann er með eymsli á tá? Hvers konar meistari gerir það?“

Werdum hefur svarað þessum ummælum McGregor með ansi undarlegri mynd á Instagram. Óþarfi er að lýsa myndinni en í textanum undir myndinni segir hann m.a: „Vá! Nú elska ég þig meira en Dana White gerir“ sem er í besta falli undarlegt miðað við myndina.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular