spot_img
Thursday, March 6, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxBenedikt Gylfi með tap á Round Robin, keppir aftur á sunnudag

Benedikt Gylfi með tap á Round Robin, keppir aftur á sunnudag

Benedikt Gylfi Eiríksson mætti mjög sterkum andstæðingi frá Sviss í gær á Round Robin sem haldið er á Golden Girl mótinu. Benedikt tapaði bardaganum en keppir aftur á morgun(sunnudag).

Benedikt átti jafnar lotur gegn Svisslendingnum en missti of oft momentum í bardaganum til þess að taka loturnar. Benedikt sagði sjálfur hann hefði dottið smá úr groove-inu sínu. Hann var að keppa sinn annan bardaga í fullorðins flokki en fyrsta elite bardagann tók hann og sigraði síðustu helgi á bikarmóti HNÍ gegn William Þóri frá HR. 

Það er stórt stökk að fara yfir í fullorðinsflokk og mæta sterkbyggðari og fullþroskaðari mönnum en Arnór þjálfari hans hafði margt jákvætt að segja. Hann sagði Benna alveg hafa næga tæknilega getu til að sigra þennan andstæðing og að hann hafi grætt hellings reynslu.

“Benni hefur alltaf haft einstakan hæfileika að draga í sig hellings lærdóm úr hverri viðureign, hvort sem það er sigur eða tap og það á eftir að sjást vel á þessu ári. Hann keppir aftur á sunnudaginn”

Hægt er að fylgjast með mótinu í gegnum https://www.knockout.no/

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið