spot_img
Sunday, March 16, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxWorld Boxing hlýtur viðurkenningu frá Alþjóðlegu Ólympíunefndinni

World Boxing hlýtur viðurkenningu frá Alþjóðlegu Ólympíunefndinni

Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur gefið World Boxing bráðabirgðaviðurkenningu sem er stórt skref í átt að því að tryggja hnefaleikum sinn stað á Ólympíuleikunum 2028 í Los Angeles.

World Boxing var stofnað 2023 eftir mikil vandræði innan IBA (International Boxing Association). Ólympíunefndin sagði að World Boxing hafi sýnt fram á að 62% af hnefaleika keppendum frá síðustu Ólympíuleikum í París væru í tengslum við sambandið. Nefndin sagði World Boxing einnig hafa sýnt mikinn vilja og viðleitni til að efla góða stjórnarhætti og framkvæmd, til að vera í samræmi við viðeigandi staðla.

Fyrrum hnefaleikakappinn Gennady Golovkin, einn af forsprökkunum á bakvið nefndina sem hafði það hlutverk að koma á fót World Boxing samtökunum, sagði í yfirlýsingu að þetta væri mikilvægt augnablik en mikil vinna væri þó eftir.
“Að fá bráðabirgða ólympíuviðurkenningu frá Alþjóðlegu Ólympíunefndinni er mikilvægt afrek og sýnir að íþróttin er á réttri leið. Þessi ákvörðun færir okkur einu skrefi nær meginmarkmiði okkar – að varðveita hnefaleika á Ólympíuleikunum” sagði Golovkin í yfirlýsingu sinni

Boris van der Vorst forseti World Boxing sagði þetta vera þýðingarmikinn dag fyrir alla sem tengjast íþróttinni. “Það hefur tekið stórt sameinað átak frá stórum hópi fólks til þess að komast á þennan stað”. Hann sagði að það hefði ekki verið hægt án mikillar vinnu frá hnefaleikasamböndum allra landa, boxara, þjálfara, dómara og annarra leiðtoga í íþróttinni og samvinnu þeirra.

Alþjóðlega Ólympíunefndin skipulagði sjálf hnefaleikana á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 og Parísarleikunum í fyrra en sagði að það þyrfti nýtt samband í tæka tíð fyrir árið 2028. IBA og Umar Kremlev, forseti þess, hafa átt í erjum við Ólympíunefndina og hafa hótað að leggja fram sakamál á hendur nefndarinnar í Bandaríkjunum, Frakklandi og Sviss.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið