Dan Hooker dróg sig úr bardaganum gegn Justin Gaethje vegna meiðsla en þeir tveir áttu að mætast í 5 lotu co-main bardaga UFC 313 sem fer fram 8. mars í T-Mobile Arena í Las Vegas. Nokkrir menn lýstu yfir áhuga á því að leysa Hooker af og UFC hafa núna tilkynnt að það verður Rafael Fiziev sem fær annað tækifæri gegn Gaethje en þeir mættust í mars 2023 þar sem Gaethje fór með sigur af hólmi. Fiziev tekur þennan seinni bardaga við Gaethje með minna en 2 vikna fyrirvara.
Fiziev mætti Gaethje á UFC 286 í æsispennandi bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Síðan þá hefur Gaethje barist gegn Dustin Poirier og Max Holloway og voru báðar þær viðureignir uppá BMF beltið. Fiziev hefur aðeins barist einu sinni eftir bardagann við Gaethje. Það var gegn Mateusz Gamrot, hálfu ári seinna, þar sem hann slasaðist á fæti. Það er því eitt og hálft ár síðan Fiziev barðist og er hann á tveggja bardaga taphrinu sem tók við af flottri 6 bardaga sigurgöngu hans þar sem hann vakti mikla athygli. Justin Gaethje hefur ekki barist síðan á UFC 300 í apríl í fyrra þar sem hann mætti Max Holloway fyrir BMF beltið í einum eftirminnanlegasta bardaga síðari ári þar sem hann var rotaður alveg í bláendann eins og frægt er.
Fyrri bardaginn milli Gaethje og Fiziev var umdeildur og vildu margir meina að Fiziev hefði átt sigurinn skilið. Fiziev sagði á sínum tíma að Gaethje hafi unnið með því að hlaupa í burtu frá honum í 2 lotur og pota hann svo í augað. Hann sagði að hann hafi aðeins séð hvítt útum annað augað eftir augnpotið.
Það verður spennandi að sjá Fiziev snúa aftur eftir talsverða fjarveru vegna meiðsla og Gaethje sem er að snúa tilbaka eftir slæmt rothögg og sagan á milli þeirra tveggja gerir þetta enn meira spennandi.