Chris Eubank jr. og Conor Benn munu mætast í hringnum í aðalbardaga kvöldsins á bardagakvöldi DAZN sem fer fram 26. apríl í London og hefur verið nefnt “Fatal Fury” eða Banvæn Heift. Þeir voru mættir á blaðamannfund í Manchester að kynna bardagann og þegar þeir eru látnir stara hvorn annan niður tekur Chris Eubank jr. upp egg og brýtur það á höfði Conor Benn.
Mennirnir tveir höfðu báðir verið orðljótir við hvorn annan á blaðamannafundinum og að lokum sprakk allt út þegar Chris Eubank jr. tók til sinna ráða.
Þeir áttu upphaflega að mætast í október 2022 en ekkert varð úr því eftir að Conor Benn féll á lyfjaprófi. Hann hefur átt í erjum við lyfjaeftirlit síðan þá en banninu var aflétt í nóvember í fyrra. Benn hefur ávallt neitað að hafa vísvitandi tekið frammistöðubætandi efni og hafa báðir menn verið skoðaðir af VADA fyrir þennan bardaga.
Í sjálfstæðri rannsókn frá WBC í febrúar 2023 kom fram að fallið á lyfjaprófinu hefði getað gerst vegna óvenjulegra mikillar neyslu á eggjum. “Svo virðist sem eggmengun hafi verið ástæðan fyrir tveimur misheppnuðum lyfjaprófum hans, svo ég mengaði hann með eggi” sagði Chris Eubank jr. á X þar sem hann póstaði myndbandi af atvikinu.