spot_img
Sunday, March 16, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentManel Kape kláraði óheppinn Almabayev

Manel Kape kláraði óheppinn Almabayev

Síðasti bardagi UFC-kvöldsins í nótt var í fluguvigtinni milli Manel Kape og Asu Almabayev. Báðir hafa verið mjög spennandi undanfarið og var víst að sá sem fengi sigurinn hérna væri kominn ansi nálægt titilbardaga.

Manel Kape byrjaði bardagann mjög vel og sýndi algjöra yfirburði standandi. Southpaw-stíllinn hans Kape var klárlega að gera lífið mjög erfitt fyrir Almabayev. Kape vann lotuna á góðum fótahreyfingum og beinni vinstri sem flaug af stað í hvert skipti sem fremri fóturinn hans Kape steig örlítið út fyrir fremri fótinn hans Almabayev.

Í annarri lotu er greinilegt að Almabayev vill glíma meira en að strike-a og byrjar að blanda árásunum sínum betur. Allt kom fyrir ekki og var Almabayev óheppinn að verða fyrir augnpoti. Almabayev fékk smá tíma til að jafna sig en potið var seinna dæmt sem löglegt högg. En það eru ekki allir sammála um það. Augnpotið var óheppilegt þar sem Almabayev hafði fengið skurði undir augað í lotunni á undan.

Í þriðju lotu fær Almabayev aftur högg í augað og í þetta skiptið var það óumdeilanlegt og voru þá þrjár og hálf mínúta eftir á klukkunni. Almabayev fékk enga pásu í þetta skiptið.

Þrátt fyrir augnpot og vesen þá var aldrei spurning um hvor bardagamannanna ætti sigurinn skilið. Manel Kape var betri á öllum sviðum og varðist öllum fellutilraunum Almabayev auðveldlega. Bardaginn endar á því að Almabayev er á algjörum flótta undan Kape og veifar dómarinn bardagann af þar sem að Almabayev virtist ekki ráða við meira.

Manel Kape er líklega næstur í titilröðinni. Orðið á götunni er að Alexandre Pantoja mæti Kai Kara-France á UFC 314 og sjáum við þá hvernig framtíð hans Kape tvinnast inn í titilumræðuna.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið