Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentBig John McCarthy: Ætti að stoppa bardaga þegar bardagamaður skítur á sig

Big John McCarthy: Ætti að stoppa bardaga þegar bardagamaður skítur á sig

Ansi neyðarlegt atvik átti sér stað í bardaga Felice Herrig og Justine Kish á sunnudaginn. Kish varð brátt í brók í lok bardagans en Big John McCarthy segir að stöðva hefði átt bardagann.

Felice Herrig sigraði Justine Kish á UFC bardagakvöldinu í Oklahoma á sunnudaginn. Í þriðju lotu sáust brúnir blettir á gólfi búrsins. Eftir smá átök hjá Kish varð smá slys með þessum afleiðingum.

Kish fór allar loturnar og tapaði því eftir dómaraákvörðun. Dómarinn reynslumikli Big John McCarthy segir þó að stöðva hefði átt bardagann.

Kish hefði því átt að tapa eftir tæknilegt rothögg enda ekki boðlegt að barist sé í saurugu búrinu.

Kish tók þessu sjálf með jafnaðargeði og gerði grín að sjálfri sér. Þetta var hennar fyrsta tap í MMA og mun þetta sennilega gleymast seint.

Enn er rifjað upp þegar Yoel Romero og Tim Sylvia lentu í svipuðum leiðindar atvikum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular