spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Pétursson hengdur í 1. lotu

Bjarki Pétursson hengdur í 1. lotu

Bjarki Pétursson var þriðji Íslendingurinn til að stíga í búrið í kvöld. Bjarki mætti Ungverjanum Norbet Novenyi.

Þetta var annar bardagi Bjarka Péturssonar en bardaginn fór fram í 83 kg hentivigt. Bjarki gekk í búrið undir tónum Mugison og var síbrosandi. Brosið fór ekki af honum fyrr en bardaginn byrjaði.

Novenyi og Bjarki skiptust á nokkrum höggum til að byrja með og var Novenyi með háspörk og „spinning backfist“ svo fátt eitt sé nefnt. Er Bjarki sparkaði greip Novenyi sparkið og tók hann niður. Bjarki reyndi að standa upp en gaf á sér bakið og var Novenyi eldsnöggur að læsa hengingunni. Bjarki neyddist til að tappa út eftir „rear naked choke“ eftir 1:25 í 1. lotu.

Novenyi er að byrja MMA ferilinn sinn ansi vel en hann er núna 4-0. Þessi bardagi fer bara beint í reynslubankann hjá Bjarka og kemur hann sterkari til leiks næst.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular