spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór vann eftir ólöglegt hné frá andstæðingnum

Bjarki Þór vann eftir ólöglegt hné frá andstæðingnum

bjarki þór pálsson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Bjarki Þór Pálsson barðist fyrr í kvöld í London. Bjarki vann eftir að andstæðingurinn var dæmdur úr leik eftir ólöglegt hné frá andstæðingnum.

Bardaginn fór fram í Fight Star bardagasamtökunum í London og mætti Bjarki Þór Englendingnum Alan Proctor.

Bardaganum var streymt á Facebook síðu Bjarka Þórs en nettengingin var hrikalega slæm og nánast ómögulegt að sjá bardagann. Það sem sást var að Bjarki Þór var að stjórna Proctor í gólfinu fyrstu tvær loturnar og hafði alla stjórn á bardaganum.

Þegar 3. lota hófst var streymið úti en byrjaði allt í einu þegar Proctor er að klára Bjarka með höggum í gólfinu. Ekki er vitað hvað gerist en á myndbandinu má heyra hrópað „illegal knee“ sem gæti bent til þess að Bjarki hafi fengið hné í höfuðið er hann var liggjandi (nóg að vera með annað hné eða hönd í gólfi) en slíkt er bannað. Proctor hefur svo fylgt því eftir með höggum í gólfinu og klárað bardagann í 3. lotu. Þetta eru þó aðeins getgátur eftir höktandi streymi og liggja ekki fyrir formleg úrslit hjá mótshöldurum.

*UPPFÆRT*

Hnéð frá Proctor var ólöglegt og var Proctor dæmdur úr leik (Disqualification). Bjarki sigrar því eftir DQ. Í þriðju lotu lækkar Bjarki sig niður á annað hnéð til að fara í fellu, Proctor veitir honum hnéspark í andlitið og kemst í yfirburðarstöðu og byrjar að kýla þar til dómarinn stoppar bardagann. Bjarki er í lagi en er mjög bólginn í framan samkvæmt heimildum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular