spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarni mætir Breta í dag í Las Vegas

Bjarni mætir Breta í dag í Las Vegas

bjarni kFyrsti dagur Heimsmeistaramótsins í MMA fer fram í dag. Bjarni Kristjánsson keppir þar fyrir Íslands hönd og mætir Breta í dag.

Mótið er haldið af alþjóðlega MMA sambandinu, IMMAF (International Mixed Martial Arts Federation). Þetta er í þriðja sinn sem IMMAF stendur fyrir heimsmeistaramóti en keppt er samkvæmt áhugamannareglum þar sem óleyfilegt er að vera með reynslu úr atvinnumannabardaga.

Sjá einnig – Bjarni Kristjánsson: Ég ætla bara að koma heim heimsmeistari

Bjarni keppir í léttþungavigt eða 93 kg flokki. Mjölnismaðurinn mætir Bretanum James Harrison í dag en keppni hefst kl 17 í dag á íslenskum tíma. Keppnin í dag klárast á miðnætti á íslenskum tíma og líklega mun bardagi Bjarna vera frekar seint í kvöld. Bjarni er 11. bardagi dagsins í búri 1 eða næstsíðasti bardagi dagsins í því keppnisbúri samkvæmt vefsíðu IMMAF.

Samkvæmt MixedMartialArts.com er Harrison með tvo sigra og tvö töp sem áhugamaður. Hann er blátt belti í brasilísku jiu-jitsu og kemur úr 10th Planet BJJ skólanum í Bretlandi. 10th Planet var stofnað af Eddie Bravo og er þekkt fyrir að nota mikið af óhefðbundnum uppgjafartökum.

Sigurvegarinn mun svo mæta Rússanum Igramudin Ashuraliev á morgun en Rússinn situr hjá í fyrstu umferð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular