spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjartur með sigur eftir dómaraákvörðun - sjáðu bardagann hér

Bjartur með sigur eftir dómaraákvörðun – sjáðu bardagann hér

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Bjartur Guðlaugsson var rétt í þessu að sigra sinn bardaga í Færeyjum. Bjartur sigraði eftir dómaraákvörðun í flottum bardaga.

Bjartur mætti Dananum Mikkel Thomsen (3-3 fyrir bardagann) á North Atlantic Fight Night kvöldinu. Daninn byrjaði mjög vel og náði tveimur fellum í fyrri hluta fyrstu lotu. Bjartur varðist næstu fellu og náði að komast í „mount“ og kláraði 1. lotuna í „mount“.

Önnur lotan var frábær hjá Bjarti. Bjartur var að hafa betur í „clinchinu“ og náði flottri fellu. Bjartur stjórnaði Dananum vel í gólfinu áður en Thomsen tókst að standa upp þegar skammt var eftir af lotunni.

Þriðja lotan var aðeins jafnari en aftur byrjaði Bjartur lotuna á að ná fellu úr „clinchinu“ við búrið. Thomsen náði að koma sér upp og taka Bjart niður en okkar maður var ekki lengi undir og var fljótt kominn aftur ofan á.

Þeir skiptust aðeins á höggum þar til Thomsen reyndi fellu sem Bjartur varðist auðveldlega. Aftur komst Bjartur í „mount“ þar sem lotan kláraðist.

Bjartur sýndi mikla seiglu og sigraði eftir dómaraákvörðun í fjörugum bardaga. Það var greinilega góð stemning á bardagakvöldinu í Færeyjum enda mátti heyra heimamenn taka víkingaklappið. Bjartur er núna 2-2 eftir þennan sigur og eru tveir íslenskir sigrar komnir í höfn í kvöld.

Bardagann má sjá hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular