0

Björn Lúkas kominn í úrslit!

Björn Lúkas Haraldsson var rétt í þessu að komast í úrslitin á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn kláraði Ástralann í 1. lotu með armlás.

Björn Lúkas heldur áfram að gera stórkostlega hluti á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Hann mætti Ástralanum Joseph Luciano í dag í undanúrslitum.

Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel.

Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu síðar með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en öskraði og stöðvaði dómarinn bardagann í kjölfarið.

Björn Lúkas er nú kominn í úrslit eftir að hafa klárað fjóra bardaga á fjórum dögum – alla í 1. lotu. Þessi árangur Björns er lyginni líkast en þrjá bardaga hefur hann klárað með armlás og einn með tæknilegu rothöggi. Björn fær frí á morgun en úrslitin fara svo fram á laugardaginn.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.