spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjörn Lúkas með tæknilegt rothögg í 1. lotu - sjáðu bardagann hér

Björn Lúkas með tæknilegt rothögg í 1. lotu – sjáðu bardagann hér

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Björn Lúkas Haraldsson var rétt í þessu að vinna sinn fyrsta MMA bardaga. Björn sigraði með tæknilegu rothöggi í 1. lotu.

Björn Lúkas mætti Zabi Saeed (2-2 fyrir bardagann) í veltivigt. Þrír andstæðingar drógu sig úr bardaganum en Saeed, sem berst vanalega í léttvigt, var tilbúinn að berjast í veltivigt gegn óreyndari andstæðingi.

Björn byrjaði mjög vel og var ekki lengi að þessu. Saeed sótti grimmt snemma en Björn brást vel við og náði þessu í gólfið með góðri fellu. Saeed stóð fljótlega upp aftur og eftir smá stöðubaráttu upp við búrið náði Björn aftur fellu.

Í gólfinu var Björn ofan á í „half-guard“ áður en hann komst í „mount“. Þar lét hann höggin dynja yfir andstæðingnum og var Saeed aldrei líklegur til að sleppa úr stöðunni. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Björn með tæknilegu rothöggi í 1. lotu.

Frábær frammistaða hjá Birni í hans fyrsta MMA bardaga. Bardaganum var streymt á Facebook síðu Mjölnis og má sjá bardagann hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular