Þriðja blaðamannafundinum á fjölmiðlatúr Conor McGregor og Floyd Mayweather var að ljúka. Óhætt er að segja að viðburðurinn hafi ollið töluverðum vonbrigðum en áhorfendur voru ekki sáttir.
Þetta var þriðji blaðamannafundurinn á þremur dögum og var nánast ómögulegt að toppa fjörið og vitleysuna á blaðamannafundinum í Toronto á miðvikudaginn. Báðir bardagamenn mættu alltof seint og mætti Floyd á eftir Conor og lét bíða eftir sér. Sjálfur blaðamannafundurinn byrjaði ekki fyrr en tveimur tímum eftir auglýstan tíma.
Media & fans waiting on Conor and Floyd to arrive. Meanwhile, McGregor’s walking around town like this #MayweatherMcGregor #MayMacWorldTour pic.twitter.com/z9z5D3TYQ1
— Chisanga Malata (@Chisanga_DStar) July 13, 2017
Viðburðurinn byrjaði á að rapparinn Doug E. Fresh reyndi að kveikja í áhorfendum en það gekk hörmulega enda áhorfendur þegar orðnir þreyttir á biðinni. Rapparinn var langt frá því að vera ferskur og var einfaldlega að drepa tíma á meðan beðið var eftir Floyd Mayweather.
Conor mætti loksins og var í hvítum pels úr ísbirni og ber að ofan.
Oh yes. #MayMacWorldTour pic.twitter.com/IqeP0FdMWn
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) July 14, 2017
Floyd mætti skömmu síðar með írska fánann og uppskar baul og kölluðu áhorfendur „Pay your taxes“. Conor hélt fyrri ræðuna líkt og í hin skiptin og náði hann ekki að toppa Toronto ræðuna. Conor hefur verið sakaður um rasísk ummæli þegar hann sagði Floyd að dansa fyrir sig á fyrsta blaðamannafundinum. Conor þvertók fyrir það og sagðist vera hálfsvartur eða fyrir neðann naflann.
Floyd var ekki betri en hann kastaði peningaseðlum í loftið og lét þá rigna yfir Conor. Ekki gerði það mikið enda voru þetta bara eins dollara seðlar ef marka má orð Conor McGregor. Þá hélt hann áfram að minnast á þrjú töp Conor í MMA og kallaði hann mannleysu fyrir að hafa tappað út þrisvar.
So that was super cringey, the production was bad, and the audio in the arena was apparently unintelligible. Not a good day in Brooklyn.
— Shaheen Al-Shatti (@shaunalshatti) July 14, 2017
Agree. Both are out of material for speeches. Let them play off the cuff, spar organically. Have media ask questions. Today was awful. https://t.co/U0YAfAES3n
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) July 14, 2017
No winner here. Crowd completely flat. Audio killed it. This is a complete 180 from Toronto.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) July 14, 2017
When the original is good, the sequel is great … and the trilogy winds up in a $2 DVD box at Walmart.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) July 14, 2017
Man is the pressure on to deliver in London. On every single front possible. The final impression you leave the audience with is important.
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) July 14, 2017
Floyd Mayweather making it rain in Brooklyn & Conor McGregor pointing out they’re $1 bills. “Where’s the real money at?” #MayMacWorldTour pic.twitter.com/8tJzEaoL7S
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) July 14, 2017
These guys aren’t stand up comedians. They can’t just be up there doing the same thing repeatedly.
A change in format would be nice now.
— MMA History Today (@MMAHistoryToday) July 14, 2017
Áhorfendum var ekki skemmt enda mögulega verið með gífurlegar væntingar eftir blaðamannafundinn í Toronto. Áhorfendur hrópuðu „Boring boring boring“ og var ljóst að þetta var versti blaðamannafundurinn. Hvorugur hafði betur í orðaskiptunum og var mikið um endurtekið efni.
Á morgun klára þeir þennan túr með síðasta blaðamannafundinum á Wembley í London.