spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBlaðamannafundurinn í New York olli vonbrigðum

Blaðamannafundurinn í New York olli vonbrigðum

Þriðja blaðamannafundinum á fjölmiðlatúr Conor McGregor og Floyd Mayweather var að ljúka. Óhætt er að segja að viðburðurinn hafi ollið töluverðum vonbrigðum en áhorfendur voru ekki sáttir.

Þetta var þriðji blaðamannafundurinn á þremur dögum og var nánast ómögulegt að toppa fjörið og vitleysuna á blaðamannafundinum í Toronto á miðvikudaginn. Báðir bardagamenn mættu alltof seint og mætti Floyd á eftir Conor og lét bíða eftir sér. Sjálfur blaðamannafundurinn byrjaði ekki fyrr en tveimur tímum eftir auglýstan tíma.

Viðburðurinn byrjaði á að rapparinn Doug E. Fresh reyndi að kveikja í áhorfendum en það gekk hörmulega enda áhorfendur þegar orðnir þreyttir á biðinni. Rapparinn var langt frá því að vera ferskur og var einfaldlega að drepa tíma á meðan beðið var eftir Floyd Mayweather.

Conor mætti loksins og var í hvítum pels úr ísbirni og ber að ofan.

Floyd mætti skömmu síðar með írska fánann og uppskar baul og kölluðu áhorfendur „Pay your taxes“. Conor hélt fyrri ræðuna líkt og í hin skiptin og náði hann ekki að toppa Toronto ræðuna. Conor hefur verið sakaður um rasísk ummæli þegar hann sagði Floyd að dansa fyrir sig á fyrsta blaðamannafundinum. Conor þvertók fyrir það og sagðist vera hálfsvartur eða fyrir neðann naflann.

Floyd var ekki betri en hann kastaði peningaseðlum í loftið og lét þá rigna yfir Conor. Ekki gerði það mikið enda voru þetta bara eins dollara seðlar ef marka má orð Conor McGregor. Þá hélt hann áfram að minnast á þrjú töp Conor í MMA og kallaði hann mannleysu fyrir að hafa tappað út þrisvar.

Áhorfendum var ekki skemmt enda mögulega verið með gífurlegar væntingar eftir blaðamannafundinn í Toronto. Áhorfendur hrópuðu „Boring boring boring“ og var ljóst að þetta var versti blaðamannafundurinn. Hvorugur hafði betur í orðaskiptunum og var mikið um endurtekið efni.

Á morgun klára þeir þennan túr með síðasta blaðamannafundinum á Wembley í London.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular