Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaGunnar um Call of Duty, þolið og Floyd og Conor túrinn

Gunnar um Call of Duty, þolið og Floyd og Conor túrinn

Gunnar Nelson mætir Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Glasgow á sunnudaginn. Við ræddum við Gunnar um ýmislegt í aðdraganda bardagans mikilvæga.

Gunnar er mikill Call of Duty spilari og er spenntur fyrir næsta leik sem kemur út í nóvember.

Þegar við ræddum við Gunnar var hann að borða steikt egg, avókado og salat en hann er tveimur kílóum frá 77 kg takmarkinu eins og er. Hann tekur því létt bað í fyrramálið og verður niðurskurðurinn auðveldur líkt og vanalega.

Æfingafélagar Gunnars hafa talað um að þolið hans hafi aldrei verið eins gott eins og nú og er Gunnar sammála því. „Við breyttum þessu aðeins, tókum inn nýtt conditioning prógramm, erum að þróa það og verða betri í því, svona mastera það í þessu campi. Náðum helvíti góðri rútínu, þolið er helvíti gott,“ segir Gunnar.

Hann finnur sjálfur töluverðan mun og mun þetta hjálpa honum ef bardaginn dregst á langinn. „Maður tekur líka eftir því þegar hinir fara að þreytast í kringum mann. Á sumum æfingunum fannst mér ég vera bara góður á því en svo allt í einu voru bara flestallir bara búnir á því. Þá fannst mér bara eins og tíminn hafi liðið fljótt.“

Gunnar hefur aðeins verið að fylgjast með fjölmiðlatúr Conor McGregor og Floyd Mayweather. „Þetta er nú meira showið.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í spilaranum að ofan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular