spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBolamótið: Upphitun fyrir aðalglímu kvöldsins - Hver er þessi Tom Breese?

Bolamótið: Upphitun fyrir aðalglímu kvöldsins – Hver er þessi Tom Breese?

Englendingurinn Tom Breese er mættur hér til lands til að keppa á Bolamótinu í kvöld. Hann mætir Sighvati Magnúsi Helgasyni í kvöld en glíman verður aðalglíma kvöldsins.

Einungis er hægt að sigra á uppgjafartaki á Bolamótinu en svo kallaðar EBI (Eddie Bravo Invitational) reglur verða í gildi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið hér á landi og verða níu skemmtilegar glímur á dagskrá.

Sighvatur Magnús Helgason
Sighvatur á Mjölnir Open í fyrra.

Sighvatur Magnús Helgason er einn af fjórum glímumönnum sem er svart belti undir Gunnari Nelson. Sighvatur hefur æft brasilískt jiu-jitsu frá 13 ára aldri og var hann fljótt orðinn einn af bestu glímumönnum landsins.

Sighvatur er sjöfaldur Íslandsmeistari í BJJ og hefur þar að auki unnið opna flokkinn fimm sinnum. Þá hefur hann nokkrum sinnum unnið Mjölnir Open og var tvöfaldur meistari síðast þegar mótið fór fram í fyrra. Sighvatur er ekki bara að glíma en hann klárar mastersgráðu í lögfræði eftir slétta viku.

Sighvatur er spenntur fyrir mótinu og hlakkar til að takast á við Tom Breese. „Glíman leggst vel í mig. Ég er búinn að skoða nokkrar glímur með Tom Breese og hann er greinilega kröftugur glímumaður. Ég hef þó líka trú á sjálfum mér og þetta verður vonandi góð glíma,“ segir Sighvatur.

„Þar sem stigin telja ekki með verður áherslan á að ná uppgjafartaki. En hvernig það verður reynt er erfitt að segja. Glíman byrjar standandi en gangi illa þar sest ég líklega í guard og reyni að sækja þaðan.“

Tom Breese 26 ára bardagamaður frá Birmingham, Englandi. Hann er 10-1 á ferli sínum í MMA en þar af eru fjórir bardagar í UFC (þrír sigrar og eitt tap). Breese er ein af vonarstjörnum Breta í MMA og eru miklar vonir bundnar við hann.

Breese er góður á öllum vígstöðum bardagans en hann er með brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu undir hinum virta Firas Zahabi. Zahabi er yfirþjálfarinn í Tristar í Kanada en þar æfa menn á borð við Georges St. Pierre og Rory MacDonald. Breese hefur dvalið mikið hjá Tristar í Kanada við æfingar.

Breese hefur einnig æft mikið hjá Renzo Gracie í New York með John Danaher og „The Danaher Death Squad“ sem inniheldur glímumenn á borð við Gordon Ryan, Garry Tonon og Eddie Cummings. Fyrrnefndir glímumenn eru sérstaklega hættulegir í fótalásum og hafa náð frábærum árangri á mótum þar sem einungis er hægt að vinna með uppgjafartaki. Á Bolamótinu er auðvitað bara hægt að vinna með uppgjafartaki og eru allir lásar leyfðir.

Breese hefur verið duglegur að keppa á glímumótum í gegnum tíðina og keppti til að mynda á EBI 9 gegn Vinny Magalhaes en tapaði eftir fótalás. John Danaher var þá í horninu hjá honum.

Breese er spenntur fyrir mótinu í kvöld. „Ég hlakka til að láta reyna á mína glímugetu gegn hæfileikaríkum glímumanni eins og Sighvati. Ég ætla að setja upp háan hraða í glímunni og ná uppgjafartakinu,“ sagði Breese um glímuna.

Bolamótið hefst kl 20 í kvöld en húsið opnar kl 19. Uppselt er á viðburðinn en eftirtaldar glímur verða á dagskrá:

Sighvatur Magnús Helgason vs. Tom Breese
Bjarni Kristjánsson vs. Halldór Logi Valsson
Davíð Freyr Guðjónsson vs. Bjarki Þór Pálsson
Ómar Yamak vs. Magnús ‘Loki’ Ingvarsson
Karlotta Brynja Baldvinsdóttir vs. Alex Coleman
Inga Birna Ársælsdóttir vs. Dóra Haraldsdóttir
Kristján Helgi Hafliðason vs. Sigurpáll Albertsson
Lilja Rós Guðjónsdóttir vs. Margrét Ýr Sigurjónsdóttir
Helgi Rafn Guðmundsson vs. Jósep Valur Guðlaugsson

Sjá einnig: Bolamótið – Kynning á fyrstu glímum mótsins

Sjá einnig: Bolamótið – Kynning á seinni glímum mótsins

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular