Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeForsíðaHvernig eru reglurnar á Bolamótinu?

Hvernig eru reglurnar á Bolamótinu?

Bolamótið verður haldið í fyrsta sinn í kvöld. Reglurnar eru öðruvísi en gengur og gerist á flestum glímumótum hér á landi en hér förum við snögglega yfir þær.

Níu glímur verða á dagskrá en svo kallaðar Eddie Bravo Invitational reglur verða í gildi. Þar eru engin stig og einungis hægt að sigra eftir uppgjafartak.

Glímurnar verða sex mínútna langar nema í aðalglímu kvöldsins en þar verður lotan í tíu mínútur. Þegar uppgjafartak næst er glímunni lokið. Ef engum tekst að ná uppgjafartaki er bráðabani.

Bráðabaninn er ekki ósvipaður og vítaspyrnukeppni í fótbolta. Þar fá keppendur að byrja annað hvort með bakið eða í armlás (armbar/spiderweb) stöðu.

Segjum að keppandi A byrji með bakið þá mun hann reyna að klára af bakinu sem fyrst og keppandi B að reyna að sleppa. Lotan klárast þegar uppgjafartak næst eða þegar sá sem á að sleppa nær að sleppa. Þá fær hinn keppandinn, keppandi B í þessu tilviki, tækifæri á að byrja með bakið eða í armlás stöðu. Ef keppandi A nær að klára á t.d. 30 sekúndum þarf keppandi B að vera fyrri til að klára til að eiga möguleika á sigri.

Ef keppandi A og keppandi B sleppa úr sínum stöðum er önnur lota sett í gang. Ef hvorugum keppanda hefur tekist að klára eftir þrjár lotur á mann er glímunni lokið. Þá er það sá keppandi sem var samanlagt fljótari að sleppa úr stöðunum sem vinnur. Nái einhver að klára með uppgjafartaki mun það samt alltaf trompa flóttatímann (e. escape time).

Hér fer Eddie Bravo nánar yfir reglurnar í framlengingunni.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular