spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBölvun á International Fight Week bardagakvöldunum undanfarin ár

Bölvun á International Fight Week bardagakvöldunum undanfarin ár

Það  virðist ríkja einhver bölvun á stóru International Fight Week bardagakvöldunum í júlí hjá UFC. Í fjórða sinn í röð hefur stór bardagi fallið niður skömmu fyrir bardagakvöldið.

International Fight Week er einn af hápunktum ársins í UFC og alltaf haldin snemma í júlí. Margir viðburðir eru á dagskrá á International Fight Week og er toppurinn stórt UFC kvöld á laugardeginum sem markar jafnan endalok vikunnar hjá UFC.

UFC 189 var hápunktur International Fight Week árið 2015 en í aðalbardaga kvöldsins áttu að mætast þeir Jose Aldo og Conor McGregor. 11 dögum fyrir bardagann neyddist Jose Aldo til að draga sig úr bardaganum vegna rifbeinsmeiðsla.

UFC 200 var svo ári seinna í júlí en þar áttu þeir Jon Jones og Daniel Cormier að mætast í aðalbardaga kvöldsins. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið kom í ljós að Jones hefði fallið á lyfjaprófi og gat því ekki keppt.

Í fyrra áttu þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko að vera í aðalbardaganum á UFC 213 í byrjun júlí. Upphaflega áttu reyndar Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw að vera í aðalbardaganum en Garbrandt meiddist í baki í maí. Nunes og Shevchenko voru því í aðalbardaganum en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda.

Núna átti Max Holloway að mæta Brian Ortega í næstsíðasta bardaga kvöldsins en Holloway neyðist til að draga sig úr bardaganum vegna heilahristings. Í fjórða sinn í röð dettur stór bardagi út á þessu árlega risa bardagakvöldi. Sem betur fer er aðalbardagi kvöldsins á milli Daniel Cormier og Stipe Miocic enn á dagskrá (enn sem komið er, 7-9-13).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular