0

Boxbardagi Wilder og Fury endaði með jafntefli

Risa boxbardagi Tyson Fury og Deontay Wilder stóð svo sannarlega undir væntingum í nótt. Eftir 12 harðar lotur endaði bardaginn með jafntefli.

Bardaginn endaði eftir klofið jafntefli (e. split draw) þar sem dómararnir þrír gátu ekki verið sammála um hver var sigurvegari bardagans. Einn dómarinn dæmdi Fury sigur 114-112, annar dómari dæmdi Wilder sigur 115-111 og sá þriðji skoraði bardagann 113-113 jafntefli. Þannig endaði bardaginn í jafntefli sem lengi verður deilt um.

Fury og Wilder sýndu frábær tilþrif í bardaganum. Wilder var í erfiðleikum með að lenda þungum höggum í Fury til að byrja með en tókst að slá hann niður í 9. lotu. Í 12. og síðustu lotunni náði Wilder hins vegar að kýla Fury niður og leit út fyrir að Fury væri ekki á leið upp. Fury lá kylliflatur á bakinu um stundarsakir líkt og hann væri rotaður en svo stóð hann bara upp og kláraði lotuna.

Strax er farið að tala um annan bardaga þeirra á milli og er ansi líklegt að sú verði raunin á næsta ári.

Fury var síðan bara hress á blaðamannafundinum og tók lagið.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.