spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBoxsérfræðingur ESPN: Conor er C-klassa boxari

Boxsérfræðingur ESPN: Conor er C-klassa boxari

Teddy Atlas, boxsérfræðingur ESPN, segir að Conor eigi enga möguleika gegn Floyd Mayweather.

Þeir Floyd Mayweather og Conor McGregor mætast í risa boxbardaga þann 26. ágúst. Floyd er talsvert sigurstranglegri og eru flestir sérfræðingar á því að Conor eigi ekki möguleika gegn Floyd Mayweather.

Teddy Atlas er reynslumikill boxþjálfari og hefur starfað sem boxsérfræðingur ESPN í nokkur ár. „Menn segja að hann eigi möguleika á að lenda einu þungu höggi og rota Mayweather en hann er að fara á móti varnarsnillingi. Menn eins og Maidana, Pacquiao, Canelo – þeir voru mun betri að kýla en McGregor og betri boxarar. Þeir gátu ekki hitt hann, þeir gátu ekki meitt hann. Að segja að Conor eigi séns á einu þungu lukkuhöggi (e. puncher’s chance) er bara til að selja bardagann. Í rauninni á hann ekki einu sinni möguleika á því,” sagði Atlas við SportsCenter í gær.

Atlas lýkir Conor við vopnalausan hellisbúa sem er á leið í hringinn með varnarsnillingi. Að hans mati á Conor ekki möguleika enda getur hann ekki notað sín helstu vopn í boxhringnum.

„Hann er sennilega einn af þeim bestu standandi í MMA heiminum. En í boxheiminum er hann C-klassa boxari og ég er ekki að gera lítið úr honum. Ef þetta væri undir MMA reglum myndi hann vinna. Hann myndi lækka stöðu sína, fara í lappirnar og taka hann niður, nota högg í gólfinu og glíma og Floyd á ekki séns. En bara standandi? Ekki að fara að gerast.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular