spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrandon Moreno aftur á sigurbraut og ósungin hetja UFC með eina rothögg...

Brandon Moreno aftur á sigurbraut og ósungin hetja UFC með eina rothögg kvöldsins á UFC fight night um helgina (myndband)

Í aðalbardaga kvöldsins áttust við Brandon Moreno og Amir Albazi en Moreno hefur átt erfitt uppdráttar frá því að hann tapaði titlinum gegn Alexandre Pantoja í júlí 2023. Bardaginn byrjaði rólega en Moreno var komin með undirtökin í bardaganum um miðja fyrstu lotu og hélt því út bardagann. Brandon Moreno var aftur kominn í titilumræðuna eftir flottan sigur þar sem hann var með yfirburði.

https://twitter.com/i/status/1852918599754653938

Í næst síðasta bardaga kvöldsins áttust við Erin Blanchfield og Rose Namajunas en Rose hefur verið eitt þekktasta nafnið í kvennadeildum UFC árum saman þrátt fyrir ungan aldur. Bardaginn var nokkuð jafn og bar merki Rose-bardaga en Rose skoraði vel á fótum í fyrstu lotu og virtist vera með númerið hennar Erin. Strax í annarri lotu var Erin ákveðnari og ætlaði ekki að láta Rose stjórna tempóinu í bardaganum og vann sig vel inn í bardagann. Svo fór að Erin Blanchfield sigraði á einróma dómaraákvörðun sem einhverjir hafa talið ósanngjarna en látum það liggja á milli hluta, Erin setur flottan sigur á ferilskrána og er búin að prjóna sig nær titilskoti með þessum sigri.

Í öðrum bardögum á aðalhluta kvöldsins sigraði Brendson Ribeiro, Caio Machado með klofinni dómaraákvörðun. Þá sigraði Jasmine Jasudavicius Ariane Da Silva með anaconda uppgjafartaki.

https://twitter.com/i/status/1852887668171968974

Dustin Stoltzfus barðist gegn Marc-Andre Barriault í hasarbardaga þar sem báðir menn óðu hvor í annan og trúlega hafa stigadómararnir lagt sig þegar um mínúta var búin því það var alveg ljóst að bardaganum myndi ljúka áður en stigin kæmu til talninga. Sú var raunin og Stoltzfus rotaði Barriault þegar um hálf mínúta var eftir af fyrstu lotu.

https://twitter.com/i/status/1852906919888892261

Þá sigraði Mike Mallot Trevin Giles með einróma dómaraákvörðun. Aiemann Zahabi kom inn með sterkan sigur á Pedro Munhoz einnig með einróma dómaraákvörðun. Charles Jourdain sigraði Victor Henry með uppgjafartaki í annarri lotu.

https://twitter.com/i/status/1852856977233481973

Jack Shore barðist við Youssef Zalal þar sem Zalal sigraði í annarri lotu einnig með uppfjafartaki.

https://twitter.com/i/status/1852850917332119970

Aðrir bardagar kvöldsins voru úrskurðaðir með dómaraákvörðun, ýmist klofinni eða einróma, en Alexandr Romanov sigraði Rodrigo Nascimento, Serhiy Sidey sigraði Garrett Armfield, Cody Gibson sigraði Chad Anheliger og Jamey-Lyn Horth sigraði Ivana Petrovic.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular