spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrock Lesnar er hættur aftur - Cormier mætir líklegast Stipe Miocic aftur

Brock Lesnar er hættur aftur – Cormier mætir líklegast Stipe Miocic aftur

Brock Lesnar mun ekki mæta Daniel Cormier í sumar eins og UFC ætlaði sér. Brock Lesnar hefur lagt hanskana á hilluna og hyggst ekki snúa aftur í búrið.

Hinn 41 árs Brock Lesnar tilkynnti Dana White, forseta UFC, að hann væri hættur. Talið var að þeir Lesnar og Cormier myndu mætast í ágúst en nú verður það líklegast Stipe Miocic aftur.

Daniel Cormier varð þungavigtarmeistari með sigri á Miocic í júlí í fyrra. Eftir bardagann kom Lesnar inn í búrið og skoraði á Cormier. Lesnar var þó enn í banni eftir fall á lyfjaprófi en hann kláraði bannið í janúar. Lesnar hefur verið tekinn í nokkur lyfjapróf af USADA á undanförnum mánuðum á meðan hann hefur undirbúið sig fyrir endurkomuna.

Stipe Miocic hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Cormier og getur hann því aftur orðið þungavigtarmeistari UFC. Enginn er með fleiri titilvarnir í þungavigt UFC en Miocic en honum tókst að verja beltið þrívegis.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lesnar hættir í MMA en hann hætti fyrst árið 2011 eftir tap gegn Alistair Overeem. Lesnar snéri svo aftur í búrið árið 2016 þar sem hann mætti Mark Hunt en sigurinn var dæmdur ógildur eftir að Lesnar féll á lyfjaprófi. Lesnar tilkynnti þá að hann væri aftur hættur og er þetta nú í þriðja sinn sem hann segist vera hættur í MMA.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular