Jötuninn Brock Lesnar snýr aftur í UFC á laugardaginn. Í þriðja þætti Embedded seríunnar fyrir UFC 200 kveðst hann eiga erfitt með að passa í stærsta hanskaparið sem UFC á.
Brock Lesnar var alltaf með stærstu hendurnar í UFC en þegar hann barðist síðast í UFC var hann hönskum í stærð XXXXL. Er hann mátaði sömu stærð á dögunum fannst honum hanskarnir vera helst til þröngir og óskaði eftir stærri stærð.
Því miður fyrir Lesnar var þetta stærsta parið. Lesnar var ekki viss hvort hann gæti lokað hnefanum eftir að vafningarnir væru komnir á en UFC ætlaði að reyna eftir fremsta megni að rýmka þá til fyrir Lesnar.
Var ekki Shane alltaf í 5xl? Minnir að hann hafi verið með einni stærð yfir Brock (sem var með sömu stærð og Hong Man Choi)