Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á TUF 23 Finale

Nokkrar ástæður til að horfa á TUF 23 Finale

tuf23finaletoday

Í kvöld fer fram lokakvöld The Ultimate Fighter 23. Aðalbardagi kvöldsins verður titilbardagi í strávigt kvenna og fyrrum Bellator meistari mætir til leiks. Hér eru nokkrar ástæður til að horfa á UFC í kvöld.

  • Stærsta áskorun Joanna Jędrzejczyk: Pólska vélsögin hefur verið óstöðvandi síðan hún hrifsaði beltið af Carla Esparza í fyrra. Hún er ósigruð en hennar erfiðasti andstæðingur til þessa var Claudia Gadelha sem fær nú annað tækifæri. Gadelha lét sálfræðihernað Jędrzejczyk ekki hafa áhrif á sig í The Ultimate Fighter þáttunum og ætlar sér ekkert minna en beltið.
  • Innkoma Will Brooks: Það eru aðeins nokkrar vikur síðan tilkynnt var um að Will Brooks myndi láta frá sér titilinn í Bellator og hefja innrás í UFC. Engu að síður er strax komið að hans fyrsta bardaga í UFC og ljóst er að margir munu hafa augu á honum. Fyrsti andstæðingurinn verður Ross Pearsson sem þarf varla að kynna. Spurningin er, mun Brooks standast prófið?

brooks_head_kick

  • Tveir nýjir TUF sigurvegarar: Kannski eru öllum skítsama en þetta kvöld verða krýndir sigurvegarar í The Ultimate Fighter í strávigt kvenna og léttþungavigt karla.
  • Nýr ofurdrengur? Stephen ‘Wonderboy’ Thompson þarf nú að vara við því að ‘The Korean Superboy’ Chi Doo-ho er kominn til að vera. Þessi ofurdrengur hefur rotað sjö andstæðinga í röð, þar af tvo í UFC. Nú mætir hann reynsluboltanum Thiago Tavares sem verður án efa hans erfiðasti andstæðingur til þessa.

Bardagarnir hefjast kl 23 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2. Bardagaaðdáendur á Íslandi geta horft á alla bardaga kvöldsins á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular