spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCain Velasquez frá búrinu til 2015?

Cain Velasquez frá búrinu til 2015?

cainMeiðsli og upptaka á The Ultimate Fighter (TUF) munu líklegast halda UFC þungavigtameistaranum Cain Velasquez frá búrinu til 2015.

Velasquez var leyft að byrja að æfa fyrir tveimur vikum síðan eftir að hafa gengist undir aðgerð á öxl en meiðsli í vinstri hönd eru að halda honum frá æfingum. Einnig er UFC að vinna að því að gera raunveruleika þættina TUF: Latin America með Velasquez og Fabricio Werdum sem nýlega tryggði sér titilbardaga með sigri á Travis Browne.

Glímuþjálfari Velasquez sagði í samtali við fréttamanninn Ariel Helwani að hann væri líklega ekki nógu góður til þess að berjast í nóvember og hann muni ekki fara berjast nema hann sé í fullkomnu líkamlegu standi.

UFC hefur byggt miklar vonir við Velasquez fjárhagslega séð þar sem hann er af mexíkönskum ættum. The Ultimate Fighter með hann sem þjálfara gæti verið góður kostur til þess að sýna Velasquez í öðru ljósi en hann er venjulega mjög þögull og yfirvegaður.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular