Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaEndurkoma Pat Barry í sparkbox

Endurkoma Pat Barry í sparkbox

Mynd: USA Today
Mynd: USA Today

Litríki sparkboxarinn Pat Barry hætti nýverið í MMA. Þetta gerði hann til að eldast við fyrstu ástríðu hans, sparkbox.

Pat Barry gerði garðinn frægan innan raða UFC fyrir að vera gríðarlega litríkur persónuleiki og skemmtilegur bardagamaður. Þeir sem hafa gaman af bardögum sem fara sjaldan í gólfið voru miklir aðdáendur Barry en hann leitaði allaf að rothögginu.

Barry endaði UFC feril sinn á fimm sigrum og sjö töpum. Af 12 bardögum innan raða UFC hefur aðeins einn endað með dómaraúrskurði. Í þungavigtardeildinni átti Barry hluta af merkilegum bardögum sem hafa átt sér stað inn í átthyrningnum. Þar má nefna bardaga hans gegn Cheick Kongo sem er líklegast ein ótrúlegasta endurkoma í sögu UFC. Þar var Barry á góðri leið með að rota Kongo sem náði á einhvern ótrúlegan hátt að rota Barry óvænt.

Einnig má nefna bardaga gegn Mirko Cro Cop og Stefan Struve sem einhverjir af betri bardögum innan þungavigtardeildar UFC.

Nú hefur Pat Barry ákveðið að snúa aftur í sparkbox en hann segist nú fyrst vera ánægður. Barry sagði í viðtali við Ariel Helwani að hann hefði átt í erfileikum með að æfa og fara inn í átthyrninginn vitandi það að andstæðingur hans vildi fella hann í gólfið.

Endurkoma Barry í sparkbox varð þann 22. apríl þar sem hann rotaði andstæðing sinn Ed Burris. Nú hefur hann gert samning við bardagasamtökin GLORY. Næsti bardagi Barry fer fram þann 3. maí þar sem hann tekur þátt í þungavigtarkeppninni en ef hann sigrar fyrri bardagann þá keppir hann um titilinn seinna um kvöldið.

Hér er viðtal við Pat Barry fyrir stóra kvöldið þann 3. maí í Denver.

Hér að neðan má svo sjá tilþrif frá Pat Barry

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular