spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCathal Pendred berst í næsta þætti af The Ultimate Fighter!

Cathal Pendred berst í næsta þætti af The Ultimate Fighter!

19 sería The Ultimate Fighter hófst í síðustu viku. Meðal keppanda þar er Cathal Pendred en hann keppir í næsta þætti seríunnar.

Írinn og Íslandsvinurinn Cathal “The Punisher” Pendred (13 sigrar – 2 töp) tekur þátt í nýjustu seríu af The Ultimate Fighter en fyrsti þáttur fór í loftið síðasta miðvikudag. Í þættinum börðust þáttakendur um tækifærið til að komast í húsið og keppnina. Þar sem enginn andstæðingur fannst fyrir Pendred þurfti hann ekki að berjast en berst þess í stað í fyrsta bardaganum sem fer fram í næsta þætti. Þjálfarar að þessu sinni eru fyrrverandi UFC meistararnir B.J. Penn og Frankie Edgar. Pendred var valinn í lið B.J. Penn og mætir Bandaríkjamanninum Hector Urbina (16 sigrar – 8 töp).

tuf19ep2
Pendred og Urbina mætast í The Ultimate Fighter

Pendred hefur um árabil verið æfingafélagi Gunnars Nelson og Conor McGregor. Hann hefur barist í bæði Cage Contender og Cage Warriors og sigraði fyrrverandi UFC bardagamanninn Che Mills í hans síðasta bardaga. Íslendingar munu fylgjast spenntir með honum í þessari seríu af The Ultimate Fighter.

Penn
B.J. Penn
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular