spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChad Mendes sagður hafa fallið á lyfjaprófi

Chad Mendes sagður hafa fallið á lyfjaprófi

chad mendesChad Mendes er sagður hafa brotið reglur USADA. Eitthvað gruggugt fannst í lyfjaprófi Mendes og er mál hans í skoðun.

USADA, sem sér um lyfjamál UFC, tók Chad Mendes í óvænt lyfjapróf utan keppnis á dögunum. Mendes er ekki með áætlaðan bardaga og leit USADA við hjá honum. USADA hefur fundið eitthvað óvenjulegt í lyfjaprófinu en ekki hefur verið greint frá hvert efnið var.

Mendes hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Síðast sáum við hann tapa fyrir Frankie Edgar í desember eftir rothögg. Séu niðurstöður lyfjaprófsins réttar verður þetta í fyrsta sinn sem Mendes fellur á lyfjaprófi. Mendes hefur sjö sinnum farið í lyfjapróf hjá USADA síðan USADA tók yfir lyfjamál hjá UFC.

Mendes hefur ekki tjáð sig um lyfjaprófið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular