spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChris Weidman aftur á sigurbraut

Chris Weidman aftur á sigurbraut

Hið al-bandaríska brýni, Chris Weidman, mætti aftur í búrið í nótt eftir slæm meiðsli. Chris Weidman hefur barist lengi innan UFC og á mikið af eftirminnilegum stundum. Anderson Silva braut a sér fótlegginn gegn Chris Weidman þegar hann var á toppi ferilsins og Chris Weidman braut á sér fótlegginn með sama hætti gegn Uriah Hall á UFC 261. Það er skemmtileg fótleggjabölvun í kringum The All AmericanChris Weidman.

Weidman kom til baka eftir fótbrotið og mætti þá Brad Tavares í ágúst í fyrra. Hann tapaði á dómara úrskurði eftir fremur ósannfærandi frammistöðu. Þar af leiðandi voru ekki allir sannfærðir um að Weidman ætti inni aðra heimsklassa frammistöði í sér og að dagar hans í búrinu væri líklega taldir. En Weidman þaggaði niður í neikvæðninni með sigur gegn Bruno Silva.

Weidman byrjaði sterkur og Silva átti mjög erfitt með að jafna ákefðina og kraftinn sem að Weidman hélt uppi. Weidman gerði vel í að halda stöðu og festa Silva upp við búrið. Góð fysta lota hjá Weidman. 

Í annarri lotu byrjaði Weidman að sparka og skaut áhorfendum skelk í bringu í hverju sparki. Flestir UFC aðdáendur eru líklega illa farnir í sálinni eftir að hafa séð Weidman brjóta á sér fótlegginn með lágsparki gegn Hall. Weidman stingur svo þumalfingri inn í hægra auga Silva í miðri lotu sem reyndist svo vera einskonar forboði fyrir það sem koma skyldi. 

Þriðja lotan byrjaði og það liðu 25 sekúndur þangað til fyrsta augnpotið kom og var í raun tvöfalt augnpot þar sem Silva og Weidman pota í augun á hvor öðrum. Svo rétt fyrir miðja lotu þá fáum við glæsilega 1 – 2 augnpotafléttu frá Weidman sem nær báðum augunum hans Silva sem fellur í gólfið í kjölfarið. Weidman fylgir eftir blinduðum Silva með ground n’ pound og dómarinn stöðvar bardagann og dæmir TKO sigur fyrir Weidman. Niðurstöðunni var svo seinna breytta í sigur á stigum þar sem að einkunnarspjöldin voru talin til að dæma um sigurvegara.

Þrátt fyrir 5 augnpot í 3 lotum má ekki draga of mikið úr frammistöðunni hans Weidman sem heilt yfir leit vel út.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular