Thursday, July 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNæsta Saudi card tilkynnt: Whittaker vs. Chimaev

Næsta Saudi card tilkynnt: Whittaker vs. Chimaev

Dana White tilkynnti í gærkvöldi (eldsnemma í morgun að íslenskum tíma) main cardið fyrir næsta Saudi Fight Night sem verður haldið 22. júní. 

Saudi tímasetningarnar eru yfirleitt þægilegri fyrir okkur Íslendinga heldur en þegar viðburðir eru haldnir í Las Vegas eða annars staðar í Bandaríkjunum og því gaman að við skulum fá svona rosalega flottan viðburð sem verður hægt að horfa á í beinni án þess að þurfa að vaka alla nóttina. Dana White segist mjög ánægður með umgjörðina í Saudi og stefnir á að halda marga viðburði þar í framtíðinni, sem við Íslendingar fögnum!

Robert Whittaker og Khamzat Chimaev mætast í aðal bardaga kvöldsins en Robert Whittaker verður fyrsta alvöru millivigtar þolraun Khamzats en hann mætti Usman í síðasta bardaga en Usman var líka að færa sig upp úr veltivigtinni fyrir þann bardaga. En auk þeirra eru margir aðrir mjög spennandi bardagamenn á cardinu og skemmtilegar viðureignir.

Cardið er eftirfarandi:

Robert Whittaker vs. Khamzat Chimaev

Sergei Pavlovich vs. Alexander Volkov

Shara Magomedov vs. Ihor Potieria

Kelvin Gastelum vs. Daniel Rodriguez

Johnny Walker vs. Volkan Oezdemir

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular