Tuesday, July 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentThe Beast á næsta tilkall í fluguvigtarbeltið hennar Grasso

The Beast á næsta tilkall í fluguvigtarbeltið hennar Grasso

Einn mest spennandi bardagi sem hægt er að setja saman í kvennadeildunum fór fram í nótt. Það voru þær Manon Fiorot og Erin Blanchfield sem að mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC: Atlantic City. Þessum bardaga var ætlað að skera út um hvor kvennanna ætti tilkall í titilbardaga gegn Alexa Grasso.

Það mætti mögulega kalla þetta Striker Vs. Grabbler bardaga, en Erin Blanchfield hafði fyrir bardagan mætt nokkuð góðum og höggþungum bardagakonum fyrir þessa viðureign, en sótt flesta sigra í gegnum glímuna sína og Manon Fiorot sækir flesta sína sigra, síðast gegn Rose Namajunas, í gegnum kickbox.  

Fiorot tók niður Blanchfield snemma í fyrstu lotu sem að sú síðarnefnda var ekki lengi að nýta sér til að setja upp guillotine. Það var greinilegt að Blanchfield var með yfirburði í glímunni og að Fiorot grípur tækifæri þegar þau bjóðast.

Fiorot var mjög greinilega betri standandi. Bæði sneggri, með stærri ramma og þyngri eftir að hafa bætt á sig vatni aftur eftir niðurskurðinn. Þessir líkamlegu yfirburðir urðu til þess að kickboxið hennar Fiorot var veiga meiri en en glíman hennar Blanchfield sem þurfti að vinna mjög mikið í glímunni sinni gegn stærri andstæðing. Fiorot var líka greinilega vel æfð í öllum varnarstöðum og tókst alltaf að standa upp snemma í gegnum góða ramma eða búa til pláss fyrir underhook þegar glíman færðist upp við búrið.

Blanchfield hefur vitað að hún var undir á einkunnarspjöldunum komandi inn í 4 lotu, en Blanchfield skrúfaði upp hitann, lækkaði tæknikröfurnar og setti Fiorot á hjólið. Fiorot gerði vel að veðra storminn og eftir að hafa ekki tekist að koma FIorot í nein almennileg vandræði með aukinni ákefð, þá róaðist Blanchfield aftur og yfirburðirnir hennar Fiorot byrjuðu að skína aftur.

Dómararnir áttu ekki erfitt með að dæma bardagann og voru mjög svo einróma. Þó að Fiorot hafi unnið allar loturnar, þá endurspeglar það ekki hversu vel Blanchfield barðist og hversu mikið hún lagði á sig til að sækja sigurinn og skemmta áhorfendum.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular