spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChris Weidman gekkst undir vel heppnaða aðgerð í gær

Chris Weidman gekkst undir vel heppnaða aðgerð í gær

Chris Weidman fótbrotnaði skeflilega í bardaga sínum gegn Uriah Hall um helgina. Weidman fór í aðgerð í gær og gekk hún vel eftir.

Chris Weidman mætti Uriah Hall á UFC 261 á laugardaginn. Eftir aðeins nokkrar sekúndur sparkaði Weidman í sköflung Hall með þeim afleiðingum að sköflungur Weidman brotnaði. Skelfilegt atvik en Anderson Silva lenti í álika meiðslum eftir að hafa sparkað í Weidman árið 2013.

Weidman fór í aðgerð í gær og gekk aðgerðin vel. Þar sem sköflungurinn brotnaði í tvennt fékk Weidman títaníum rör í gegnum sköflunginn en kálfabeinið hans brotnaði einnig. Weidman verður á hækjum næstu átta vikurnar en gæti byrjað að æfa aftur eftir 6-12 mánuði. Hinn 36 ára Weidman ætlar að halda áfram að berjast og verður væntanlega kominn aftur í búrið á næsta ári.

spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular