Þær leiðinlegu fréttir voru að berast að Chris Weidman sé meiddur. Titilbardaganum gegn Lyoto Machida hefur því verið frestað um sex vikur og mun bardaginn fara fram 5. júlí.
Bardaginn átti upphaflega að fara fram 24. maí á UFC 173. Weidman meiddist því miður á hné og þarf að fara í minniháttar aðgerð. Bardaganum hefur því verið frestað um sex vikur og fer fram á UFC 175 þann 5. júlí. UFC ætlar að setja nýjan aðalbardaga (e. main event) og tilkynnir fljótlega hverjir berjist þar.
Þetta eru leiðinlegar fréttir fyrir bardagaáhugamenn en sem betur fer er þetta einungis sex vikna seinkun á bardaganum. Þetta verður önnur titilvörn Weidman og verður forvitnilegt að sjá hvernig honum vegnir gegn Lyoto Machida. Mahcida hefur sigrað tvo bardaga í millivigtinni síðan hann færði sig niður úr léttþungavigtinni. Upphaflega átti Vitor Belfort að mæta Chris Weidman en hætt var við bardagann.