Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Shogun vs. Henderson 2

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Shogun vs. Henderson 2

Shogun_Henderson_12-700x493

UFC Fight Night: Shogun vs. Henderson 2 fór fram aðfaranótt mánudags í Brasilíu. Viðburðurinn samanstóð að miklu leiti af brasilískum bardagaköppum og minni spámönnum úr TUF eins og tíðkast hefur á þeim viðburðum sem haldnir eru í Brasilíu. Mauricio ‘Shogun’ Rua og Dan Henderson mættust í aðalbardaga kvöldsins en báðir fengu $50.000 dollara bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Hér eru helstu punktarnir frá þessu kvöldi.

  • Henderson (21-11 MMA, 7-5 UFC) sigrar ‘Shogun’ Rua (22-9 MMA, 6-7 UFC) með tæknilegu rothöggi
  • Aðeins 2 af 11 þeirra bardagakappa sem þóttu sigurstranglegri unnu bardaga sína.
  • Sex af 11 bardögum kláruðust í fyrstu lotu.
  • Það var 35 stiga hiti í höllinni og 87% raki

Rony Jason sigrar Steven Silar eftir dómaramistök

Bæði Jason og Silar voru keppendur í The Ultimate Figher þáttaröðinni, Jason sigraði TUF Brazil 1 en Silar var keppandi í 14. seríu bandaríska TUF. Báðir höfðu tapað síðasta bardaga sínum og þurftu nauðsynlega á sigri að halda.

Bardaginn endaði þó óheppilega en Jason lenti þungu höggi á Silar í fyrstu lotu sem sendi hann í jörðina. Dómarinn steig inn um leið og stöðvaði bardagann en í endursýningunni mátti sjá að Silar var ekki rotaður og var að reyna uppspark þegar dómarinn stöðvaði bardagann. Það er alltaf óheppilegt þegar slík mistök eiga sér stað en vonandi fækkar þeim eftir því sem dómarar verða reynslumeiri.

Michel Prazeres stimplar sig inná “To Watch” listann í léttvigtinni

Það voru fá stór nöfn á þessu kvöldi, fyrir utan Shogun og Henderson, en Brasilíumaðurinn Michel Prazeres sýndi góða takta þegar hann sigraði Mairbek Taisumov. Taisumov æfir með Tiger MMA í Tælandi undir Roger Huerta og flestir bjuggust við sigri frá honum. Hann leit vel út í síðasta bardaga sínum á meðan Prazeres kom inn með skömmum fyrirvara. Prazeres er stór léttvigtarmaður og góður gólfglímumaður en líka höggþungur. Þar að auki leit hann vel út í “clinchinu” gegn andstæðingi sem hefur sýnt að hann er enginn aukvissi í þeirri stöðu.

Mauricio ‘Shogun’ Rua er nú með bardagaskorið 6-7 í UFC

Shogun_Nose
Nefið á Shogun illa farið.

Shogun mætti Dan Henderson í aðalbardaga kvöldsins en fyrir rétt rúmum tveimur árum mættust þeir tveir í bardaga sem margir töldu vera besta bardaga ársins 2011. Hvorugur þeirra leit sérlega vel út í bardaganum á sunnudaginn en Shogun hafði þó yfirhöndina í fyrstu tveimur lotunum og var meðal annars nálægt því að klára bardagann seint í fyrstu lotu (sjá hreyfimynd af því hér fyrir neðan). Henderson sýndi ótrúlega þrautsegju að harka þessa árás af sér.

Henderson hefur hins vegar sannað það að hægri hendin á honum er úr grjóti og í þriðju lotu náði hann þungu höggi á Shogun og tókst að klára bardagann. Hreyfimynd af rothögginu má sjá hér fyrir neðan.

Bæði Shogun og Henderson virðast vera á síðasta snúning en Henderson leit ansi illa út á köflum þrátt fyrir sigurinn. Shogun hefur oft litið betur út en þegar hann kom yfir í UFC frá Pride árið 2007 var hann með bardagaskorið 16-2. Í dag hefur hann tapað fleiri bardögum en hann hefur unnið í UFC og þó margir þessara bardaga hafi verið gegn þeim allra bestu ætti Shogun að íhuga framtíð sína í léttþungavigtinni alvarlega.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular