Wednesday, April 17, 2024
HomeForsíðaMjölnir Open 9 um helgina!

Mjölnir Open 9 um helgina!

Stærsta Nogi uppgjafarglímumót landsins, Mjölnir Open, verður haldið í níunda sinn nú á laugardaginn. Mótið er haldið í húsakynnum Mjölnis á Seljavegi 2 og hefjast fyrstu glímur kl 11.

Keppt er í fimm þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka. Sigurvegarar opnu flokkanna í fyrra, Þráinn Kolbeinsson og Sigrún Helga Lund, eru bæði skráð til leiks og geta því varið titil sinn. Skráning á mótið fer fram í afgreiðslu Mjölnis eða á mjolnir@mjolnir.is. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti þann 26. mars.

Sighvatur Helgason sigrði -88 kg flokk karla í fyrra eftir frábæra glímu við Bjarna Kristjánsson. Báðir keppendur eru í Mjölni en hér má sjá brot úr glímu þeirra.

Mjölnir Open 8, Sighvatur VS Bjarni K. (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo.

 Í fyrra var í fyrsta sinn veitt peningaverðlaun fyrir uppgjafartak mótsins og hlaut Sunna Wiium 20.000 kr fyrir þessi tilþrif hér:

Mjölnir Open 8 uppgjafartak mótsins (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo.

Það er ljóst að margir af allra bestu glímumönnum landsins munu mæta til leiks á laugardaginn. Aðgangseyrir fyrir áhorfendur er aðeins 500 kr svo ekki láta þig vanta á þetta skemmtilega glímumót!

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular