spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCM Punk mætir Mickey Gall á UFC 203

CM Punk mætir Mickey Gall á UFC 203

Mickey-Gall-cm-punkFjölbragðaglímukappinn CM Punk mun loksins berjast sinn fyrsta bardaga í september. CM Punk mætir þá Mickey Gall á UFC 203 í Cleveland.

CM Punk, sem heitir réttu nafni Phil Brooks, samdi við UFC í byrjun árs 2014 þrátt fyrir að hafa enga reynslu í MMA. Punk gerði garðinn frægan í fjölbragðaglímunni í WWE og er stórt nafn í Bandaríkjunum.

Síðan Punk samdi við UFC hefur hann verið að æfa hjá Duke Roufus í Milwaukee. Punk hefur átt við meiðsli að stríða eftir að hann byrjaði að æfa og þurfti m.a. að fara í aðgerð á baki fyrr á árinu. Hann hefur nú fengið grænt ljós frá læknunum til að berjast og fer bardaginn fram þann 10. september.

Andstæðingur hans verður Mickey Gall (2-0) en Gall sigraði Mike Jackson í frumraun sinni í UFC í febrúar. Gall vakti athygli Dana White í þáttunum Lookin’ for a Fight þar sem hann óskaði eftir því að berjast við Punk. Eftir sigurinn á Jackson var Gall lofað að berjast við Punk.

Margir bardagaaðdáendur hafa gagnrýnt þessa ákvörðun UFC að leyfa óreyndum fjölbragðaglímumanni að berjast í UFC. Eins og áður segir er Punk með enga reynslu en ljóst að mörg augu munu beinast að honum þegar hann loksins berst. Sagan segir að Punk hafi fengið 16 æfingabardaga í bardagaklúbbi Roufus og tapað 15 þeirra.

UFC 203 stefnir í skemmtilegt bardagakvöld en í aðalbardaganum mætast þeir Stipe Miocic og Alistair Overeem um þungavigtarbeltið. Fabricio Werdum mætir Ben Rothwell sama kvöld en ekki er vitað hvort bardagi CM Punk verði á aðalhluta bardagakvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular