spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentColby Covington er ekki með munninn fyrir neðan nefið

Colby Covington er ekki með munninn fyrir neðan nefið

Colby Covington komst í fréttirnar í síðustu viku þegar Fabricio Werdum kastaði bjúgverpli í þann bandaríska. Atvikið átti sér stað í Ástralíu og hefur dregið dilk á eftir sér fyrir báða aðila.

Colby Covington var staddur í Ástralíu í síðustu viku sem gestabardagamaður á UFC bardagakvöldinu í Sydney um síðustu helgi. Eftir atvikið með Werdum var hann hins vegar sendur heim. Werdum sigraði hins vegar Marcin Tybura í aðalbardaga kvöldsins um helgina.

Upptök málsins má 100% rekja til Covington. Werdum var á leið út þegar Covington sagði „Brazilian animals“ við Werdum. Nýverið kallaði Covington Brasilíu ömurlegt land uppfullt af skítugum dýrum: „Brasilía, þú ert algjört greni! Þið eruð ömurleg skítugu dýrin ykkar,“ sagði hann eftir sigur á Demian Maia í Brasilíu á dögunum. Brasilíumaðurinn Werdum var ekki ánægður með orð Covington og þannig hófst atvikið.

Colby Covington kærði Werdum fyrir líkamsárás og þarf Werdum að fara aftur til Ástralíu í desember til að mæta fyrir framan dómara. Bjúgverpillinn (e. boomerang) lenti í öxlinni á Covington en kæran lýtur ekki vel út fyrir Covington.

Það er ekkert að því að kæra svona atvik þegar einhver kastar vopni í þig. Þetta lenti bara á öxlinni en hefði getað endað í auganu og þannig endað illa. En Colby Covington spilar sig sem sá allra harðasti á samfélagsmiðlum.

Þegar þú spilar svona leik þá geturu ekki kært einhvern fyrir svona litlar sakir. Þegar þú segist ætla að klæðast skinni annars manns (!!!) en kærir svo svona atvik sem þú byrjaðir á ertu að gera þér óleik. Með þessari ákæru lítur hann út eins og lítill chihuahua hundur sem geltir og geltir en gerir svo ekkert meir.

Ég er ekki að segja að bardagamenn eigi að vera eins og óðir hundar og fara alltaf í slag þegar aðrir ógna þeim. Covington rífur ótrúlega mikinn kjaft á samfélagsmiðlum og í viðtölum en stendur svo ekkert við stóru orðin þegar honum er ógnað. Þessi kæra skemmir þessa ímynd sem Covington er að reyna að búa til.

Það sem Covington hefur verið að gera, að rífa kjaft við allt og alla, er ekkert nýtt. Joanna Jedrzejczyk, ‘Rampage’ Jackson, Conor McGregor og fleiri hafa lengi spilað þennan leik. Munurinn á þeim og Covington er hins vegar að þau hefðu aldrei kært svona atvik og aldrei bakkað strax út þegar mótaðilinn hefði svarað.

Covington verður alltaf óvinsælli og óvinsælli og það gerir honum gott fjárhagslega séð. Allir vilja sjá hann tapa og það er betra en að öllum sé sama um þig. Óvinsældirnar eru hins vegar núna að ná nýjum hæðum. Það er enginn sem heldur með honum núna.

Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley vill ekkert heitar en að vera vinsæll meistari. Hann ætti eiginlega að nýta sér tækifærið og berjast við Covington til að „þagga niður í honum“. Þá gæti hann kannski orðið þessi vinsæli meistari sem hann virðist svo mikið vilja vera.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular