Colby Covington tapaði fyrir Kamaru Usman á UFC 245 í nótt. Covington var mjög ósáttur við dómarann Marc Goddard og lét hann heyra það á Twitter.
Kamaru Usman sigraði Colby Covington með tæknilegu rothöggi í 5. lotu. Usman sló Covington tvisvar niður í fimmtu lotu og steig dómarinn Marc Goddard inn þegar Usman var að kýla Covington í gólfinu.
Covington var mjög ósáttur við að Goddard skildi hafa stöðvað bardagann og taldi sig eiga nóg eftir. Covington veitti ekki viðtöl eftir bardagann og hljóp úr búrinu á meðan Usman veitti viðtal við Joe Rogan. Covington fór síðan beint upp á spítala enda kjálkabrotnaði hann í 3. lotu.
Hann fór þó á Twitter og vandaði Goddard ekki kveðjurnar.
Normally people do their fucking in the bedroom, not the octagon @marcgoddard_uk! I go in there to kill or be killed. You robbed me of that. You robbed the people of a fair fight. You should be ashamed of yourself. Fake nut shot. Fake eye poke. Fake stoppage. Fake ref. #ufc245
— Colby Covington (@ColbyCovMMA) December 15, 2019
Covington sagði að hann hefði ekki potað í auga Usman og ekki sparkað í pung Usman. Dómarinn gerði hlé á bardaganum þegar Usman kveinkaði sér eftir augnpot og sást Covington pota í auga Usman í endursýningunni. Það var erfiðara að sjá sparkið í punginn en Covington var ósáttur við bæði atvikin.
Þeir Usman og Covington voru ekkert að grafa stríðsöxina eftir bardagann og tókust ekki einu sinni í hendur eftir bardagann.