spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor að bjóðast til að berjast við Anderson Silva í Brasilíu?

Conor að bjóðast til að berjast við Anderson Silva í Brasilíu?

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Anderson Silva tapaði fyrir Israel Adesanya á UFC 234 í gær. Anderson vill berjast í Brasilíu í maí og virðist Conor McGregor vilja berjast við hann.

UFC er með stórt bardagakvöld í Curitiba í maí. Anderson Silva vill berjast þar næst og vill hann mæta aftur Nick Diaz. Conor McGregor kemur einnig til greina þó stærðarmunurinn á þeim sé nokkur. Anderson hefur áður lagt til að hann myndi mæta Conor í búrinu. Conor hrósaði Anderson eftir bardagann. Að lokum sagði hann að það yrði heiður að mæta honum.

Conor hefur verið duglegur á samfélagsmiðlum undanfarið og lýst yfir áhuga á að berjast eftir síðustu þrjú bardagakvöld. Conor er líklegast á leið í bardaga gegn Donald Cerrone en eftir síðasta bardagakvöld þar sem Jose Aldo náði góðum sigri lýsti hann því yfir að hann vildi berjast í Brasilíu.

Eftir ummæli Anderson um annan bardaga gegn Nick Diaz stakk Conor upp á því að hann myndi mæta Nate Diaz í þriðja sinn.

Anderson Silva er ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular