Anderson Silva tapaði fyrir Israel Adesanya á UFC 234 í gær. Anderson vill berjast í Brasilíu í maí og virðist Conor McGregor vilja berjast við hann.
UFC er með stórt bardagakvöld í Curitiba í maí. Anderson Silva vill berjast þar næst og vill hann mæta aftur Nick Diaz. Conor McGregor kemur einnig til greina þó stærðarmunurinn á þeim sé nokkur. Anderson hefur áður lagt til að hann myndi mæta Conor í búrinu. Conor hrósaði Anderson eftir bardagann. Að lokum sagði hann að það yrði heiður að mæta honum.
Anderson is one crafty, crafty Martial Artist.
You only develop these methods through years of hard fought experience.
Phenomenal performance.
The crafty veteran. Big respect always.
It would be an honor!— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) February 10, 2019
Conor hefur verið duglegur á samfélagsmiðlum undanfarið og lýst yfir áhuga á að berjast eftir síðustu þrjú bardagakvöld. Conor er líklegast á leið í bardaga gegn Donald Cerrone en eftir síðasta bardagakvöld þar sem Jose Aldo náði góðum sigri lýsti hann því yfir að hann vildi berjast í Brasilíu.
Eftir ummæli Anderson um annan bardaga gegn Nick Diaz stakk Conor upp á því að hann myndi mæta Nate Diaz í þriðja sinn.
Book it. I’ll fight Nate on it. https://t.co/ewh4aQ4E7A
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) February 10, 2019
Anderson Silva er ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall.