spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor: Ég og Jesús erum góðir á því

Conor: Ég og Jesús erum góðir á því

Conor McGregor Rafael dos AnjosUFC hélt sérstakan blaðamannafund fyrr í kvöld fyrir UFC 197 bardagakvöldið. Conor McGregor stal senunni eins og alltaf og lét nokkur óborganleg ummæli flakka.

UFC 197 fer fram þann 5. mars í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Holly Holm mun mæta Miesha Tate í sinni fyrstu titilvörn og þá mun fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor skora á léttvigtarmeistarann Rafael dos Anjos.

Þau fjögur sátu fyrir svörum áðan á skemmtilegum blaðamannafundi. Blaðamannafundurinn byrjaði seinna en áætlað var og þegar hann loks byrjaði var engan Conor McGregor að sjá. McGregor mætti nokkrum mínútum of seint enda „gengur hann ekki með úr til að vita tímann“ eins og hann orðaði það.

McGregor lét allt flakka á blaðamannafundinum og getur vel ímyndað sér að halda fjaðurvigtar-, léttvigtar- og veltivigtarbeltunum á sama tíma. McGregor sýndi Jose Aldo virðingu og kallaði hann sannan Brasilíumann annað en Rafael dos Anjos sem býr og æfir í Bandaríkjunum.

McGregor hélt áfram að gera mál úr búferlaflutningum dos Anjos og kallaði hann „Gringo“ sem er notað yfir útlendinga í Brasilíu. Fyrir McGregor var ekkert heilagt og spurði m.a. léttvigtarmeistarann út í börnin hans.

McGregor kann að spila á fjölmiðlana og þakkaði brasilísku fjölmiðlunum Globo og Combate sérstaklega. McGregor ætlar að vinna dos Anjos fyrir brasilísku þjóðina.

Rafael dos Anjos er trúaður maður og sagðist ætla að nota aðeins eitt verkfæri úr verkfærakassa Jesú. Þá skaut McGregor inn í að hann og Jesús séu góðir á því rétt eins og með alla guðina. Guðirnir kunni að meta aðra guði líkt og hann sjálfan.

Enn á ný hélt McGregor áfram að tala um flutninga dos Anjos. McGregor sagðist ætla að afhöfða hann og draga höfuð hans um götur Rio og mun sá dagur verða sérstakur frídagur í Brasilíu.

McGregor var klæddur í skrautlega skyrtu, snoðaður og með sólgleraugu og sagðist vera eins og eiturlyfjabaróninn El Chapo er hann var upp á sitt besta.

Fáar spurningar beindust að Holly Holm eða Miesha Tate en báðar voru nokkuð rólegar og yfirvegaðar. Í lok blaðamannafundarins mættust mótherjarnir augliti til auglits. McGregor reyndi að taka í hönd dos Anjos er þeir stóðu hlið við hlið sem virðist hafa verið tilraun til að endurskapa mynd af El Chapo og Sean Penn.

Screen Shot 2016-01-20 at 20.39.36 Screen Shot 2016-01-20 at 20.39.44

Dos Anjos var þó ekkert á því að taka í hönd hans. Blaðamannafundurinn var svo sannarlega skemmtilegur en hér að neðan má sjá fundinn í heild sinni.

https://www.youtube.com/watch?v=3AQ7dlmZIFU

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular