spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor fær nýjan 5 milljón dollara samning við Reebok

Conor fær nýjan 5 milljón dollara samning við Reebok

Conor McGregor hefur skrifað undir nýjan samning við Reebok. Samkvæmt heimildum ESPN er samningurinn að andvirði 5 milljónir dollara.

UFC er með samning við Reebok og verða allir bardagamenn UFC að klæðast fatnaði Reebok í búrinu. Nokkrir íþróttamenn eru þó með sér samninga við Reebok þar sem þeir fá betri kjör og þar á meðal er Conor McGregor.

Gamli Reebok samningurinn hans rann út í fyrra og var hann ekki klæddur Reebok er hann boxaði við Floyd Mayweather. Núna hefur hann skrifað undir nýjan samning við Reebok.

Samkvæmt ESPN er nokkurra ára samningurinn að andvirði 5 milljónir dollara og jafnvel meira. Í gær skrifaði hann svo undir nýjan samning við Monster Energy orkudrykkinn að andvirði milljón dollara.

Allir bardagamenn UFC frá greitt fyrir að klæðast Reebok í búrinu þó greiðslurnar séu að mati bardagamanna ekki nógu háar. Eftir 28 bardagakvöld á þessu ári hefur Reebok greitt bardagamönnum UFC um það bil 5 milljónir dollara samanlagt á þessu ári.

Conor sagði á blaðamannafundinum í gær að ef bardagakvöldið gengur vel í Pay Per View sölu (2-3 milljón Pay Per View sölur) fær hann 50 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Khabib.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular