spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor kaupir hlut í Bare Knuckle Fighting

Conor kaupir hlut í Bare Knuckle Fighting

Conor Mcgregor tilkynnti á Bare Knuckle viðburði um helgina að hann væri orðinn meðeigandi í BKFC fyrirtækinu. Forstjóri Bare Knuckle, David Feldman, segir að kaupin og innleiðing Conor inn í fyrirtækið muni færa alla framleiðsluna fram á við og opna fyrir nýja markaði.

Conor hefur lengi verið aðdáandi BKFC. Hann til að mynda mætti á BKFC 41 bardagakvöldið og fór mjög fögrum orðum um sýninguna. Conor sagði á sínum tíma að hann vildi verða meðeigandi í UFC, en það er ljóst að ekkert verði úr þeirri ósk. Næstbesti kosturinn er þá BKFC. Hér að neðan má sjá tilkynningu Conor:

Ekki hefur verið gefið upp hversu stóran hlut Conor keypti eða fyrir hversu háa upphæð. En áætla má að Conor hafi keypt lítinn hlut í fyrirtækinu og muni frekar starfa sem kynningaraðili og lukkutröll fyrirtækisins frekar en að hann muni berjast undir BKFC merkinu.

Þetta er hrikalega stórt skref fyrir David Feldman. David lagði allt í sölurnar fyrir BKFC á sínum tíma og veðsetti húsið sitt á einum tímapunkti til að geta haldið áfram að halda sýningar. Hann hlýtur að hafa andað létt þegar Conor skrifaði undir kaupsamninginn.

Conor Mcgregor mætir Micheal Chandler á 29. Júní á UFC 303. Það er spurning hvort að þessi kaup komi með einhverju móti í veg fyrir að Conor berjist meira fyrir UFC í framhaldinu eftir þessi kaup.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular