spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor mættur til New York á UFC 223 með læti

Conor mættur til New York á UFC 223 með læti

Conor McGregor er skyndilega kominn til New York til að fylgjast með UFC 223 sem fer fram um helgina. Nýr léttvigtarmeistari verður krýndur um helgina og Conor ætlar greinilega að sjá það með berum augum.

Dana White sagði á blaðamannafundi í gær að Conor McGregor yrði sviptur léttvigtartitli sínum eftir bardaga Khabib Nurmagomedov og Max Holloway á laugardaginn. Conor er enn meistari en það mun breytast um leið og bardagi Khabib og Holloway klárast.

Conor McGregor var eins og vanalega ekkert á því að láta beltið af hendi.

Í dag var hann svo óvænt mættur til New York þar sem UFC 223 fer fram. Hann mætti ásamt fylgdarliði í lok fjölmiðladagsins í dag og var víst í leit að Khabib. Það er sjaldan lognmolla í kringum Conor en hann og hans lið mættu svo sannarlega með vesen.

Conor hefur alltaf sagt að það þurfi eitthvað stórt til að fá hann aftur í MMA. Bardagi milli Khabib og Conor hefur lengi verið í umræðunni og ef Khabib vinnur á laugardaginn gæti það verið næg ástæða fyrir Conor til að berjast aftur.

Þá má ekki gleyma því að Khabib og Artem Lobov, æfingafélagi Conor, áttu í orðaskiptum á hótelinu fyrr í vikunni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular