spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor ætlar að fá Floyd bardagann

Conor McGregor ætlar að fá Floyd bardagann

Conor McGregorConor McGregor var í klukkutíma löngu viðtali við Ariel Helwani í Manchester í gær. Þar sagði hann að næsti bardagi sinn verði í boxi, ekki í UFC.

Viðtalið fór fram á sérstökum viðburði í Manchester í gær og mættu rúmlega 5.000 manns bara til að hlusta á manninn tala. Ariel Helwani tók viðtalið en hægt var að kaupa áhorf á viðburðinn á fjóra dollara.

Stór hluti viðtalsins snérist um mögulegan boxbardaga gegn Floyd Mayweather.

„Bardaginn hefur verið í vinnslu í smá tíma núna. Það eru mörg skref framundan en þetta er bardaginn sem fólkið vill sjá. Þetta er sá bardagi sem ég vil fá,“ sagði Conor.

„Ég trúi því að næst þegar ég berst verður það í hringnum með 10 únsu eða átta únsu hanska. Ég trúi því,“ sagði Conor og er hann ekki í nokkrum vafa um að hann geti unnið Floyd í boxbardaga.

Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov mætast um bráðabirgðarbeltið í léttvigt á UFC 209 í mars. Conor virðist þó ekkert vera spenntur fyrir því að mæta öðrum hvor þeirra. „Mig langar ekki að berjast við þessa UFC ræfla. Þeir þurfa að stíga upp. Akkúrat núna eru þeir þarna niðri.“

Conor fékk í fyrra keppnisleyfi í boxi í Kaliforníu og hefur sótt um sama leyfi í Nevada. Hann stefnir á að fara til Las Vegas á næstunni til að greiða fyrir sektina sem hann fékk fyrir sinn þátt í flöskukaststríðinu á blaðamannafundinum fyrir UFC 202. Þegar sektin hefur verið greidd ætti Conor að fá keppnisleyfið en bardaginn myndi að öllum líkindum fara fram í Las Vegas, Nevada.

Óvíst er hvernig bardaginn ætti að fara fram og hvort UFC myndi vera á bakvið bardagann en Conor er opinn fyrir því að vinna með UFC til að láta af bardaganum verða. Að hans mati væri auðveldast ef UFC væri með en Conor er líka tilbúinn til að láta verða af bardaganum án UFC. Hann er ekkert að flýta sér og er tilbúinn að bíða.

„Fyrir 100 milljónir er ég tilbúinn að vera á hliðarlínunni í eitt ár. Mig klæjar í fingurna stundum að fá að berjast en skítt með það, þetta er sögulegt. Að berjast við Khabib hvað sem hann heitir, Tony Donkey, Jose eða jafnvel Woodley fyrir þriðja beltið, það er ekki jafn stórt og þetta. Stundum þarftu að vera þolinmóður og ég held að þetta sé slík stund. Auk þess eru aðstæðurnar þannig í kringum mig, Dee er að fara að eiga og ég hlakka til þess. Ég hugsa öðruvísi núna, ég er ánægður. Allt virðist ganga fullkomlega upp svo smá bið er ekki svo slæm,“ sagði Conor.

Conor McGregor virðist bara hafa áhuga á bardaga við Floyd Mayweather akkúrat núna. Þetta er það eina sem hann talar um þessa dagana og verður forvitnilegt að sjá hver næstu skref verða.

Heimild: MMA Fighting

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular