spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor biðst afsökunar á atvikinu í apríl

Conor McGregor biðst afsökunar á atvikinu í apríl

Conor McGregor kýldi eldri mann á knæpu í Dublin í apríl. Myndbandið kom á veraldarvefinn í síðustu viku en Conor McGregor baðst afsökunar á atvikinu.

Conor McGregor var í 40 mínútna viðtali við Ariel Helwani á ESPN fyrr í kvöld. Bútur úr viðtalinu birtist fyrr í kvöld þar sem Conor baðst afsökunar á framkomu sinni á barnum í apríl.

„Þegar uppi er staðið skiptir ekki máli hvað gerðist á barnum. Ég hagaði mér illa. Þessi maður átti skilið að fá að njóta þess að vera á barnum í stað þess að láta þetta enda svona,“ sagði Conor.

„Ég leiðrétti þessi mistök fyrir fimm mánuðum síðan en það skiptir ekki máli. Ég brást ekki rétt við. Ég verð því að taka ábyrgð á gjörðum mínum. Ég skulda aðdáendum mínum það, ég skulda móður minni, föður og fjölskyldu minni það. Ég skulda fólkinu sem kenndi mér bardagaíþróttir það. Þetta er ekki sá maður sem ég er, þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór í bardagaíþróttir. Ég fór í bardagaíþróttir til að geta varist svona aðstæðum.“

„Síðustu mánuði hef ég verið að taka skref í að haga mér betur og vera betri maður. Að sjá atvikið síðan er eins og rýtingur í hjarta mitt. Ég verð bara að viðurkenna þetta og halda áfram.“

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni og sagðist Conor myndi afplána þá refsingu sem dómstólar myndu kveða. „Hvað sem gerist mun ég gangast við refsingunni. Hvað sem kemur mun ég eiga það skilið. Ég mun ekki flýja undan því, ég hafði rangt fyrir mér. Þetta var algjörlega óásættanleg hegðun frá manni í minni stöðu.“

Conor var fyrr á árinu handtekinn og ákærður fyrir að hafa eyðilagt og stolið farsíma fyrir utan skemmtistað í Miami. Conor tók símann af manni sem var að taka myndband af honum en fallið var frá ákærunum. „Ég þarf að hætta að láta lokka mig í gildrur. Fólk er að reyna að lokka mig í hluti. Er ég fiskur eða hvalur? Ég verð að vera rólegur, ég verð að vera ‘zen’. Ég þarf að vera fyrirmynd. Það eru svo margir sem horfa upp til mín. Hvernig get ég brugðist svona við? Ég þarf að ná taki á þessu og legg mikið á mig til að ná því.“

Conor McGregor hefur þénað vel síðustu ár með stórum bardögum. Síðustu ár hafa verið margar fréttir af skrautlegu skemmtanalífi og lífstíl Conor McGregor. Conor segir að hann óttist að lífstíll sinn leiði til þess að hann eyði öllum peningnum sem hann lagði svo hart að sér að þéna.

„Ég hef þetta tækifæri og ef ég geri þetta ekki rétt, rétt fyrir barnabarnabörnin mín, mun öll mín velgengni vera til einskis. Ég verð að gera þetta rétt og má ekki fara þá leið þar sem bardagamaðurinn eignast allt en missir það frá sér. Ég þarf að vera meðvitaður um fortíð mína, fortíð annarra í sömu sporum og læra af því og það er það sem ég er að gera.“

Conor McGregor er æstur í að komast aftur í búrið. Conor er þessar mundir að jafna sig á handarbroti en gæti snúrið aftur í búrið fyrir lok árs. Samningaviðræður við UFC ganga vel og fannst honum hvetjandi að sjá Nate Diaz um síðustu helgi og endurkomusigur Stipe Miocic.

„Endurkoma mín verður sú besta í sögunni. Ég verð að skrúfa hausinn rétt á og komast aftur í leikinn og berjast fyrir virðingu, berjast til að bæta upp fyrir mistökin og fyrir misgjörðir mínar – berjast fyrir allt það sem gerði mig að þeim manni sem ég er í dag. Og það er það sem ég mun gera.“

Viðtalið í heild sinni kemur síðar en hér hefur ESPN tekið nokkur ummæli hans úr viðtalinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular