Michael Chandler mætti fyrrverandi léttvigtarmeistaranum Charles Oliveira í 5 lotu co-main event bardaga UFC 309 um helgina og tapaði. Conor McGregor brást við útkomunni með X pósti sem hefur síðan verið eytt.
McGregor skrifaði: “Fjarlægið Michael Chandler! Bara grín, góður bardagi. Trylltur lítill félagi Michael er, mér líkar við þá!” .. eða eitthvað í þá áttina
![](https://i0.wp.com/mmafrettir.is/wp-content/uploads/2024/11/Screenshot-2024-11-19-at-09.20.32.png?resize=696%2C783&ssl=1)
Michael Chandler og Conor McGregor voru skráðir í bardaga sem ekkert varð úr og enn er óljóst um framtíð McGregors. Chandler fékk nóg af því að bíða og mætti Charles Oliveira um helgina en 2 ár voru liðin frá síðasta bardaga hans, gegn Dustin Poirier.