spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor fær keppnisleyfi í boxi í Kaliforníu

Conor McGregor fær keppnisleyfi í boxi í Kaliforníu

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor fékk í gær keppnisleyfi í boxi í Kaliforníu ríki. Leyfið var veitt í gær og gæti hann því keppt í boxi í Kaliforníu ríki.

Conor sótti á dögunum um leyfi til að keppa í boxi (e. boxing license) í Kaliforníu og hefur nú fengið leyfið frá íþróttasambandi Kaliforníu (California State Athletic Commission) en frá þessu greinir Ariel Helwani. Conor mun sækja um leyfi í fleiri ríkjum.

Lengi hefur verið talað um mögulegan boxbardaga Conor McGregor gegn Floyd Mayweather. Báðir bardagamenn hafa verið að tala um þetta í fjölmiðlum en fátt er í spilunum eins og er að þessi bardagi verði á næstunni.

Þess má geta Mayweather hefur eingöngu keppt í Nevada fylki síðan 2006. Conor fékk á dögunum háa sekt frá íþróttasambandi Nevada fylkis fyrir sinn þátt í vatnsflöskustríðinu á sínum tíma og kvaðst ekki hafa lengur áhuga á að berjast þar.

Conor var á dögunum sviptur fjaðurvigtartitlinum og hefur ekki enn tjáð sig um þá ákvörðun UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular