Conor McGregor fékk í gær keppnisleyfi í boxi í Kaliforníu ríki. Leyfið var veitt í gær og gæti hann því keppt í boxi í Kaliforníu ríki.
Conor sótti á dögunum um leyfi til að keppa í boxi (e. boxing license) í Kaliforníu og hefur nú fengið leyfið frá íþróttasambandi Kaliforníu (California State Athletic Commission) en frá þessu greinir Ariel Helwani. Conor mun sækja um leyfi í fleiri ríkjum.
Conor McGregor not only received his boxing license in CA but he will be applying in more states as well. First reported by @arielhelwani
— Damon Martin (@DamonMartin) December 1, 2016
Lengi hefur verið talað um mögulegan boxbardaga Conor McGregor gegn Floyd Mayweather. Báðir bardagamenn hafa verið að tala um þetta í fjölmiðlum en fátt er í spilunum eins og er að þessi bardagi verði á næstunni.
Þess má geta Mayweather hefur eingöngu keppt í Nevada fylki síðan 2006. Conor fékk á dögunum háa sekt frá íþróttasambandi Nevada fylkis fyrir sinn þátt í vatnsflöskustríðinu á sínum tíma og kvaðst ekki hafa lengur áhuga á að berjast þar.
Conor var á dögunum sviptur fjaðurvigtartitlinum og hefur ekki enn tjáð sig um þá ákvörðun UFC.